Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.2000, Qupperneq 19

Ægir - 01.05.2000, Qupperneq 19
NÝTT HAFRANNSÓKNASKIP Skipasýn. Að undangengnu útboði var samið við ASMAR skipasmíðastöðina í Chile um smíði á skipinu í byrjun árs 1998. Smíðasamningurinn hljóðaði upp á 1200 milljónir. Að auki bættust við kaup á vélbúnaði og ýmsum sérútbúnaði frá innlendum og erlendum framleið- endum. Alls nemur byggingakostnaður skips- ins um 1650 milljónum króna. Smíðin er að mestu fjármögnuð úr Þróunarsjóði sjávarútvegsins, um 1350 milljónir, en einnig kemur til fé úr byggingarsjóði hafrannsóknaskips, 300 milljónir, sem fékkst við sölu r/s Hafþórs á sínum tíma. Skipinu var hleypt af stokkunum í apríl 1999- Ingibjörg Rafnar, eiginkona Þor- steins Pálssonar, þáverandi sjávarútvegs- ráðherra, gaf skipinu nafnið Arni Frið- riksson RE 200. Árni var fyrsti forstöðu- maður Fiskideildar Atvinnudeildar Há- skólans sem síðar varð Hafrannsókna- stofnunin. Smíði skipsins lauk um miðj- an apríl 2000 og hélt það af stað heim til Islands 20. apríl s.l. Skipið var því tæp- ar fjórar vikur á heimsiglingu. Hið nýja hafrannsóknaskip, Arni Frið- riksson RE 200, er 69-90 m að lengd og 14 m á breidd. Skipið er 2.233 brúttó- rúmlestir og 670 nettótonn. Skipið er með þrem heilum þilförum og bakkaþil- fari. I skipinu eru íbúðir fyrir 33. Tog- Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, afhendir Jóhanni Siguijónssyni, forstjóra Hafrannsóknarstofnunarinnar, hið nýja og glæsilega skip. Mynd: Sverrir Jónsson Heppni að lenda í brælu Það er ekki algengt að skipstjórar þakki fyrir að lenda í illviðri, en Guð- mundur Bjarnason, skipstjórí á Árna Friðrikssyni, segir það hafa verið mik- ið lán að Lenda i brælu á lokakafla heimferðarinnar. „Fyrir vikið get ég fuliyrt að Árni Frió- riksson er afar gott sjóskip. Vió lentum í 9 vindstigum og skipið svaraði því afar vel, þannig að ég er fuLlviss um að þaó á eftir aó standa sig virkilega vel í mis- jöfnum verðrum á íslandsmióum." Guðmundur er brúnn og sæUegur eftir dvöLina ytra en feginn því aó vera kom- inn heim, enda búinn að vera lengi ytra. Þann 18. febrúar héLt hann tiL ChiLe tiL að fylgjast með Lokafrágangi skipsins og 7.400 míLna heimsigLing yfir úthöfin þrjú hófst 20. apríL og Lauk í Reykjavik- urhöfn kL. 16 þann 18. maí. Þaó fór vel um áhöfnina á heimleið- inni, enda aLlttil alLs um borð. GLæsiLeg- ir og rúmgóóir einkakLefar fyrir hvern og einn, sóLbekkir, líkamsræktarsalur og hvað eina. SjáLf sigLingin var tíóindaLít- il og ekkert um óvænt ævintýri, „sem betur fer," segir Guðmundur, „þvi ævin- týrum fyLgir aLLtaf eitthvað vesen. Þó get ég nefnt aó fyrsti fiskurinn kom um boró á heimleióinni, flugfiskur sem „nauðLenti" á dekkinu hjá okkur. Hann er nú geymdur í frysti og bíður þess aó vera rannsakaður af strákunum hjá Hafró eða kannski Látum við bara stoppa hann upp." Guðmundur Bjarnason, skipstjóri, ánægður með skipið og að vera Loks kominn heim. „Þetta er skip sem á eftir að standa sig veL á ísLandsmiðum." Mynd: Sverrir Jónsson

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.