Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 28

Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 28
SJÓMANNSLÍF Hríngferð um miðin -Ægir slær á þráðinn til sjómanna Það er jafnan fjör á miðunum við íslandsstrendur og þegar sól hækkar á lofti, lyftist brún sjómanna, eins og annarra landsmanna. Ægir sló á þráðinn til fjögurra skipstjóra, forvitnaðist um aflabrögð, sjó- mannadaginn og ýmislegt annað bar á góma. Langa og lundi - Ólafur Guðjónsson, skipstjóri á Gæfu VE-11 - Jœja, hvar eruð þiö ad fiska í dag? „Við erum nú bara hér sunnan við Eyjarnar, ætli við séum ekki einhverjar sex ril sjómílur hér austan við Surtinn. Hér erum við með löngunet og hafa bara verið ágæt aflabrögð að undanförnu. I gær fengum við sex tonn af löngu og um tvö ronn af öðrum afla, en erum í dag búnir að fá tvö og hálft til þrjú tonn af löngu og eigum eftir að vitja um nokkur net. Annars vill maður alltaf meira, eins og aðrir veiðimenn. Veturinn var samt ágætur og við höfum þokkalegan kvóta, um hundrað tonn af þorski og svipað- ar heimildir í öðru.“ - HvaS er þaS sem ber annars helst á góma hjá Eyjasjómönnum í dag? „Það eru nú helst aflabrögðin. Lítið hefur verið að hafa af þorski, en þeim mun meira er auðvitað af smáýsu, sem er vissulega gæfuvottur. En fyrir vikið geta trollararnir náttúrlega hvergi ver- ið. En þetta með þorskinn er vissuiega það sem fram kom í tog- ararallinu sem sagt var frá um daginn en ég held þó að bæði það og netarallið séu alltof hátt metið f veiðiráðgjöfinni - og ég hef oft verið að röfla um þetta við fiskifræðinganna. Sjálfur er ég bú- inn að vera á sjó héðan frá Eyjum frá því um 1970 og í til dæm- is netarallinu þá miðast þetta alltaf við að menn séu að sækja á sama blettinn. Það er eins og ekki sé gert ráð fyrir því að menn færi sig ekki á milli veiðislóða. Eins getur miklu munað hvort netin eru eingirni eða fjölgirni, jafnvel svo munar tugum tonna á bát. Það er því afar margt sem menn verða að taka inn í þetta dæmi.“ - Hvad xltiS þiö aS vera lengi í löngunni? „Ætli við verðum ekki fram að sjómannadegi. Við erum í þessu þann tíma sem hún er að hrygna. En síðan bindur maður bátinn við bryggju eitthvað í sumar og fer í lundann í Ystakletti, en veiðitímabilið byrjar þann 1. júlí.“ Búið að drepa veiðimannseðlið - Ólafur Einarsson skipstjóri á Ásbirni RE-50 - Er þaS á Ásbirni RE? Hvar erudþiS staddir og hvernig eru aflbrögS? „Við erum hér suður í Skerjadýpi, svona 70 sjómílur suðvestur af Reykjanesinu. Hér erum við eitthvað að rembast í karfa, en það er fremur lítið að hafa, en þannig vilja aflabrögð í maí reyndar oft verða. Þetta er rólegur mánuður, en það verður víst að róa - eitt- hvað verður vinnslan í landi að hafa. Nei, þetta eru ekki langir túrar hjá okkar, oft þetta vika til tfu dagar.“ - HvaS eru menn um borS helst aS skrafa um þessa dagana? „Ætli það séu ekki kjarasamningarnir en það virðist ganga afar hægt þessa dagana að semja. I rauninni nákvæmlega ekki neitt. Það stefnir allt í verkföll, en þau verða þá ekki fyrr en í haust - en fyrst þá hafa þau einhverja þýðingu þegar nýtt kvótaár er haf- ið. Vilji útgerðarmanna til þess að ganga til samninga við okkur er annars afar lítill, enda kannski skiljanlegt. Þessi aðall hefur allt í hendi sér og veit að vilji hans verður. Þeir fá stjórnvöld til þess að setja lög á verkfall okkar, sé þess óskað.“ - Jeeja, þaS styttist í sjómannadaginn. Hvert er gildi hans í þinum huga? „Fyrst og fremst hefur þessi dagur táknrænt gildi, en á líka að vera til þess að minna á okkur sjómenn. Við erum í raun hverf- andi stétt. Þú sérð til dæmis hver aðsóknin er orðin að sjómanna- skólum, hún er söm og engin. Og enginn talar lengur um hetj- ur hafsins. Sannleikurinn er sá að búið er að drepa niður allt veiðimannseðli í þessari þjóð, og þar er um að kenna þessu bless- aða kvótakerfi okkar. Þeir sem eitthvað geta aflað fá ekki að njóta sín - en meðalmennirnir njóta sín.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.