Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Page 15

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Page 15
13 ist háskólaráðinu eigi ástæða til að taka beiðnina til greina, en veitir hins vegar deildinni heimild til að halda heim- spekispróf í mai, ef henni þykir ástæða til þess. Samþykt var að leyfa Gunnari Benediktssyni að ganga undir próf í forspjallsvisindum fyrir lok febrúarmánaðar. Kennaraskifti milli háskóia Norðmanna og há- sköla Islands. Háskólanum barst erindi frá háskólanum í Krisijaníu um kennaraskifti. Til þess að ihuga málið var kosin 3 manna nefnd, og hlutu prófessorarnir Lárus H. Bjarnason, Guðmundur Hannesson og Guðm. Finnbogason kosningu. Samkvæmt tillögum þeirra var þvi næst samþykt að skrifa háskóla Norðmanna, að háskólaráðið sje hlynt kenn- araskiftum milli háskólanna, en óski þess jafnframt, að fá nánari uppástungur frá háskóla Norðmanna um tilhögun á umræddum kennaraskiftum. Lausn frá kensluskyldu. Seinni hluta febrúarmánaðar var prófessor Lárusi H. Bjarnason veilt lausn frá kenslu- skyldu vegna starfa, sem deild hans hafði falið honum að tilhlutun dómsmálaráðherra. Rektor háskólans og dócent Bjarna Jónssyni frá Yogi var veitt undanþága frá kensluskyldu í maímánuði til þess að fara til Danmerkur og starfa þar i nefnd þeirri, er skipuð hefir verið samkvæmt 16. gr. sambandslaganna. Kensluleyfí. Samkvæmt tillögum heimspekisdeildar veitti háskólaráðið bókaverði Árna Pálssyni leyfi til þess að halda námskeið í lestri á íslendingasögum í húsnæði háskólans í apríl og maí. Ferðastyrkur. Prótessor, dr. phil. Ágúst H. Bjarnason sótti um styrk til þess að sækja sambandsþing Norræna stúdentasambandsins í júlí á Voss í Noregi. Út af þvi sam- þykti háskólaráðið svo hljóðandi tillögu: Sjerstaklega með tilliti til þess, að rætt verður um kennaraskifti milli háskóla

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.