Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Page 29

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Page 29
27 Tók prófessor Guðmundur Magnússon við kenslunni í lif- eðlisfræði. Aukakennari Andrjes Fjeldsted, augnlæknir: 1. Fór yfir augnsjúkdóma í 1 stund á viku bæði misserin með elstu nemendum. Notuð var við kensluna Curt Adam: Taschenbuch der Augenheilkunde og farið yfir 199 bls. 2. Kendi elstu nemendum verklega í 1 stund á viku bæði misserin greiningu og meðferð augnsjúkdóma við ókeypis lækning háskólans. Aukakennari Ólafur Porsteinsson, eyrna-, nef- og hálslæknir: 1. Kendi eldri nemendum háls-, nef- og eyrnasjúkdóma- frœði í 1 stund á viku bæði misserin. Yið kensluna var notuð bók Kayser’s: Kehlkopf-, Nasen und Ohren- krankheiten. 2. Kendi eldri nemendum við ókeypis lækning háskólans greining og meðferð eyrna- nef- og hálssjúkdóma í 1 stund á viku bæði misserin. Aukakennari Vilhelm Bernhöft, tannlæknir: Hafði verklegar æfingar í lannútdrœtti og fyllingu tanna í 1 stund á viku bæði misserin. Heimspekisdeildin. Haustmisserið 1918—19. Prófessor, dr. phil. Ágúst H. Bjarnason: 1. Fór í forspjallsvísindum yfir sálarfræði og rökfræði eftir kennarann, 4 stundir á viku, 5 stundir eftir spönsku veikina til misserisloka. 2. Rakti í fyrirlestrum fyrir almenning þróunarsögu sálar- lífsins. Ein stund á viku. 3. Fór yfir undirstöðuatriði siðfrœðinnar með nokkrum nemendum. Ein stund á viku.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.