Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 70

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 70
68 ekki er séð, hvernig tilraunin heppnast og hvað af þessu reynist lífvænlegt. Nokkur vafi er um það, hvaða stöður og nafnbætur kennarar eiga að hafa. Mætti vel vera, að auðveldara væri að fá viðurkenn- ing og prófréttindi, ef þeir hétu prófessorar og dósentar, sem kennsluna annast. Þarf að athuga þetta allt vel. Þá þarf og að undirbúa eða kynna sér undirtektir annara há- skóla. Og ennfremur þarf að skoða kostnaðarhlið málsins. Yegna alls þessa þótti eðlilcgra að klæða þetta ekki nú þegar í frumvarpsform, heldur flytja tillögu til þingsályktunar um rannsókn og' undirbúning málsins. En hraða ætti þeim undirbúningi sem mest, því að einsætt er, að koma þessari kennslu á sem allra fyrst, til þess að umbætur þær, sem henni fylgja, komi sem fyrst til greina. Hér á eftir er hirt álit sérfræðinga um þetta mál. 2. Sumarnámsskeið í sambandi við Háskóla ísiands. Hugmyndin um sumarnámskeið við Háskólann, þar sem út- lendingar gætu fengið æskilega tilsögn í íslenzkum fræðum, jafn- framt því, að þeir ferðuðust eitthvað um og kynntust landi og þjóð, varð til í sambandi við alþingishátiðina. íslendingur einn, sem búsettur er vestra, Dr. G. J. Gíslason í Grand Forks, hefir haft mikinn áhuga á þessu og rætt það við ýmsa lærdómsmenn vestra. Hafa þeir tekið mjög vel í málið og talið, að þetta geti orð- ið ekki aðeins til gagns fyrir útlendingana, sem liingað vilja sækja, og fyrir ísland, að kynna sig þessum mönnum, heldur geti þetta sumarnámskeið, ef vel gangi, með tíð og tíma orðið að stórfelldri stofnun, sem verði einn meginstyrkur Háskólans. Dr. Gíslason hefir ritað um þetta grein, sem mun birtast i tima- riti bráðlega, en er of löng til þess að taka hana í þessa greinar- gerð. En hann segir þar: „Sumarskólahugmyndin .... er einkum i þvi fólgin: 1. Að Háskóli íslands stofni til sumarkennslu, frá 1. júlímánaðar til loka ágústmánaðar ár hvert, í íslenzkum og Norðurlandafræðum, ásamt öðrum námsgreinum, sem eru sérkennilegar íslandi. 2. Að sérstök athygli verði veitt námsþörfum útlendinga og að skólinn sé aðallega þeim ætlaður. 3. Að svo ágætlega sé til kennslunnar vandað, að hún, i sinum sérfræðigreinum, skari fram úr öðrum menntastofnunum, hvar sem leitað sé. 4. Að skólinn standi reiðubúinn til að uppfræða og aðstoða nemendur, á hvaða þekkingarstigi sem þeir eru í þessum fræðum, allt frá byrjun til hinna dýpstu og flóknustu rannsókna.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.