Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 9
7
og 3) að styrkja íslenzka námsmenn. Þessu hlutverki sínu
hefur sjóðurinn reynt að gegna eftir föngum þau 27 ár, sem
hann hefur starfað. Hann hefur styrkt kandídata frá háskól-
anum til utanferða til frekara náms. En þetta stærsti gjalda-
liður hans, og hefur um 460 þús kr. af fé hans verið varið
í því skyni, og hafa um 180 kandídatar notið þessa styrks
lengur eða skemur. Þegar sjóðurinn tók til starfa, varð það
að samkomulagi milli háskólans og þáverandi ríkisstjórnar,
að sjóðurinn skyldi taka að sér að leggja fram fé til bókakaupa
háskólans og til útgáfu kennslubóka. Hefur sjóðurinn greitt
um 390 þús. kr. i þessu skyni, og er það sizt of mikið, því
að seint verður bókakaupaþörf slíkarar stofnunar sem há-
skólinn er fullnægt. En háskólabókasafnið, eins og það er
nú, er að miklu leyti fengið fyrir fé Sáttmálasjóðs. Þá hefur
sjóðurinn varið um 430 þús. kr. til vísindalegra rannsókna
og styrktar ýmiskonar vísindalegri starfsemi. T. d. hefur
sjóðurinn veitt fé til útgáfu fjölmargra vísindalegra rita ís-
lenzkra manna eða um íslenzk efni, og myndu sum þeirra
rita vissulega eigi hafa komið út, ef sjóðsins hefði eigi notio
við. Ég hefi nefnt hér helztu þættina í starfsemi þessa sjóðs,
og nægir þetta til að sýna, að sjóðurinn er og hefur verið
þörf stofnun og nytsamleg og að það myndi vera íslenzku
menntalífi tjón og hnekkir, ef starfsemi hans legðist niður
eða yrði að færast saman að miklum mun. En samt er því
svo varið, að þessi hætta vofir yfir. Ég gat þess áðan, að skipu-
lagsskráin mælir svo fyrir, að ya vaxtateknanna skuh árlega
lagður við höfuðstólinn. Þetta verður að teljast ríflegt framlag
til höfuðstólsaukningar, og með þessu móti hefur höfuðstóll-
inn vaxið um nál. 400 þús kr. En þetta ríflega framlag hefur
hvergi nærri hrokkið til að bæta upp það verðfall, sem orðið
hefur á eignum sjóðsins við breytingu þá, sem orðin er á
gildi peninganna. Sjóðurinn hefur raunverulega minnkað, þótt
krónutala eigna hans hafi hækkað. Hann er því ekki eins starf-
hæfur nú og hann var í fyrstu. Þegar heimsstyrjöldin skall
á og verðbólgan hófst hér á landi, var sýnt, hversu fara myndi,
og til þess að reyna að bjarga sjóðnum frá þeim voða, sem