Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 14
12
aðrar stofnanir. Það voru þeir Konrad Persson, forstjóri líf-
eyrsistofnunar sænska ríkisins í Stokkhólmi, einn hinn helzti
tryggingafræðingur Svía, og próf. Virtanen í Helsingfors,
Nóbelsverðlaunataki, sem m. a. er frægur fyrir rannsóknir sínar
varðandi heyverkun, og hugðum vér, að koma hans hingað
mætti verða bændum landsins að liði í baráttu þeirra við
óþurrkana. Þessir menn báðir koma hingað væntanlega á næsta
simiri.
Danskur fræðimaður, Regnar Knudsen lektor, hélt hér nú
nýlega tvo fyrirlestra um örnefni og átthagfræði.
Vér treystum því fastlega, að fjárveitingarvaldið muni fram-
vegis veita háskólanum fé til þessa tvenns, heimsókna erlendra
vísindamanna og til námskeiða fyrir erlenda stúdenta. Það er
víst, að því fé, sem til þess gengur, er vel varið. Reynslan hefur
orðið sú, að þeir erlendu fræðimenn, sem hingað hafa komið
og kynnzt menntalífi þjóðarinnar, hafa flestir fest vináttu við
landið og þjóðina, og góð er oss vinátta slíkra manna. Ég er
þess fullviss, að engin landkynning önnur er oss meira virði.
Ég gekk eitt sinn um þetta hús með merkum manni erlendum,
sem hér var á ferð. Honum varð að orði: „Hvílík djörfung
er þetta hjá þjóð, sem aðeins er 130 þúsundir, að eiga sér há-
skóla.“ Ég fann, að þetta var ekki sagt í álösunarskyni. Vissu-
lega var þetta rétt mælt, vissulega er þetta mikil dirfska.
En hversu margt er það ekki í þjóðlífi voru, er segja má hið
sama um, og hversu mörg dæmi dirfskunnar getum vér eigi
fundið í sögu þjóðar vorrar.
Hennar líf er eilíft kraftaverk,
segir Davíð Stefánsson, en kraftaverk vinnur enginn, nema hann
sé djarfhuga, og þá hefur þjóðinni vegnað verst, þegar djarf-
hugur hennar hefur verið daufastur. Nú eru teikn á lofti, sem
virðast boða það, að örðugir tímar séu fram undan. Þess var
og að vænta. Vita mátti, að eftirköst heimsstyrjaldarinnar
myndu verða geigvænleg, enda er það nú öllum lýðum ljóst.
Vér Islendingar máttum og vita, að þær óvættir myndu hvorki
fara fyrir ofan garð eða neðan hjá oss, heldur sækja okkur