Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 16
14
það eitt að njóta hinnar líðandi stundar, meðan tóm gefst
til. Hvortveggi er kosturinn illur og ómannsæmandi, og hvorir-
tveggja biða þeir tjón á sálu sinni, er þessa kosti taka.
Þið komið hingað í háskólann til þess að afla yður þekkingar.
Að leita þekkingar er að leita sannleikans, og viðleitnin til að
leita sannleikans er aðalsmerki mannsandans. Það er hún, sem
hefur hafið hann til þess, er hann hefur hæst náð. En hvers
vegna er sú þroskunarleit þreytt? Þeirri spumingu var eitt
sinn svarað á þessa leið: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.
Þetta eru dýrlegustu orðin, sem nokkur tunga hefur talað.
Aldrei hefur trúin á gildi mannsandans, á gildi lífsins verið
boðuð með máttugra hætti.
Um leið og ég býð yður velkomin í háskólann, vil ég óska
yður þess, að þér týnið aldrei trúnni á gildi mannsandans, á
gildi lífsins, að hversu mjög sem að kann að syrta, þá ljómi
þessi orð: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa fyrir hugar-
sjónum yðar og forði yður jafnt frá myrkri bölsýnisins sem
frá dauðadái hinnar andlegu uppgjafar.
III. GERÐIR HÁSKÓLARÁÐS
Fjárveitingar. Háskólaráð samþykkti að æskja þessara breyt-
inga á fjárveitingum til þarfa háskólans á fjárlögum fyrir 1949:
a. Til námskeiðs í uppeldis- og kennslufræðum fyrir kenn-
araefni 20000 kr. (Nýr liður).
b. Til verkfræðisdeildar: stundakennsla, kennsla í landmæl-
ingum, rekstrarkostnaður tilraunastofu í eðlisfræði og
áhaldakaup. Liðurinn hækki úr 55000 kr. í 75000 kr.
Háskólareglugerð.
Hinn 13. nóvember 1947 staðfesti forseti Islands breytingu
á 29., 30. og 47. gr. reglugerðarinnar (um nám og próf í guð-
fræðisdeild og nám í læknadeild. Breytingin er prentuð á bls 119.
Kennaradeild. Háskólaráð hafði til athugunar tillögu frá
fræðslumálastjóra um stofnun kennaradeildar við háskólann