Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Page 18
13
þjóðarétti var ráðinn cand. jur. Hans G. Andersen þjóðréttar-
fræðingur.
Kennsla í ensku. Jóhann Hannesson, M. A., var ráðinn ensku-
kennari í heimspekisdeild frá 1. janúar 1948. Til aðstoðar við
kennslu í ensku var Alan S. Boucher, M. A. (Cantab.), ráðinn
síðara kennslumisserið — British Council tilkynnti háskólanum
í upphafi fyrra kennslumisseris, að starfsemi þess hér á landi
myndi lögð niður, og myndi því enginn kennari starfa hér á
þess vegum.
Til kennslu í eðlisfræði í verkfræðisdeild var ráðinn mag.
scient. Þorbjörn Sigurgeirsson.
1 lok fyrra misseris lét G. E. Nielsen, löggiltur endurskoðandi,
af kennslu í bókfærslu, en við þeirri kennslu tók cand. oecon.
Svavar Pálsson.
Próf.
Þessar undanþágur frá ákvæðum háskólareglugerðarinnar
um próf voru veittar á háskólaárinu:
1. Að próf í verzlunarrekstrarfræði í janúar 1948 og próf í
bankarekstrarfræði í maí 1948 væri skriflegt, en ekki munn-
legt.
2. Tveim kandídötum í guðfræði leyft að skila sérefnisrit-
gerðum vorið 1948 með skemmra fresti en reglugerðin ákveður.
3. Einum stúdent í guðfræðisdeild leyft að ganga undir próf
í Israelssögu í júlí 1948.
4. Einum stúdent leyft að ganga undir próf í forspjallsvís-
indum í upphafi haustmisseris 1947—48. Tveim stúdentum
leyft að ganga undir sama próf í lok haustmisseris 1948 —49,
enda þótt þeir hefðu ekki stundað nám í meira en eitt kennslu-
misseri.
Prófdómendur.
Dr. med. Snorri Hallgrímsson var skipaður prófdómandi í
læknadeild um 6 ár frá 20. apríl 1948.
I forföllum Steingríms Jónssonar rafmagnsstjóra og Bjama
Jósefssonar verkfræðings var Gísla Þorkelssyni efnaverkfræð-
A