Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Side 20
18
S. Þórarinsson kaupmaður stofnaði 2. des. 1920 sjóð með ofan-
greindu nafni. Er sjóðurinn ávaxtaður í Söfnunarsjóði, og
skyldu vextir allir leggjast við höfuðstólinn til ársins 1949,
,,en af vöxtunum fyrir það ár og hvert eftirfarandi ár leggist
helmingurinn jafnan við höfuðstólinn, en hinn helmingur árs-
vaxtanna falli árlega til útborgunar til prófessorsins í íslenzkum
fræðum við háskóla Islands, svo að þeim verði varið til að efla
og útbreiða þekkingu á íslenzkri tungu.“ Sjóðurinn var afhentur
háskólanum af herra Þórarni Benedikz 10. marz 1948 og var
þá með vöxtum orðinn kr. 6472.06.
Stud. ökon. Olav Brunborgs minnefond til fordél for verdige
og trengende islandske og norske studenter. Samkvæmt bréfi
frá rektor háskólans í Osló, dags. 18. júní 1947, hafa hjónin
Guðrún og Salomon Brunborg stofnað þar við háskólann sjóð
með ofangreindu nafni, og er stofnfé hans 47752 norskar kr.
Tilgangur sjóðsins er að koma á stúdentaskiptum milli Háskóla
Islands og háskólanna í Osló eða Björgvin, í því skyni að
styrkja menningarsamband milli Noregs og Islands. Styrkurinn
er veittur af háskólanum í Osló 8. apríl ár hvert, til skiptis
Norðmanni til náms í Reykjavík og Islendingi til náms í Osló
eða Björgvin.
Styrkir eríendis.
Sænska rikisstjórnin hét haustið 1947 íslenzkum stúdent
námsstyrk til dvalar í Svíþjóð veturinn 1947—48, og aftur með
sama hætti öðrum stúdent til námsdvalar 1948—49. — Þá
hét stjórn Nansens-sjóðsins í Osló að veita íslenzkum vísinda-
manni styrk til vísindaiðkana í Noregi veturinn 1948—49.
Menntamálaráðið óskaði tillagna háskólaráðs um styrkveitingar
þessar; auglýsti háskólaráð eftir umsóknum og sendi ráðuneyt-
inu ásamt tillögum um veitingu styrkjanna.
Heimboð erlendra vísindamanna.
Haustið 1947 kom próf. A. Jolivet frá Parísarháskóla hingað
í boði háskólans. Flutti hann tvo fyrirlestra í háskólanum,
annan um Xavier Marmier, en hinn um norræn áhrif á skáld-
skap Leconte de Lisle.