Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Page 21
19
Um sömu mundir kom prófessor Séamus Duilearga (James
Hamilton Delargy) frá Dublin i boði háskólans og flutti tvo
fyrirlestra um frland og Ira, írska menningu og þjóðsögur.
Sumarið 1948 kom hingað prófessor Artturi Virtanen frá
Finnlandi í boði háskólans, atvinnudeildarinnar og Búnaðar-
félags Islands. Hann flutti fyrirlestur í háskólanum um öflun
köfnunarefnis í náttúrunni.
Þá flutti Regnar Knudsen dósent frá Aarhus tvo fyrirlestra
um ömefni, er hann var á ferð á landi hér í október 1947.
Sir William A. Craigie flutti fyrirlestur í hátíðasal háskól-
ans um rímur sumarið 1948.
Háskólinn fékk loks heimsókn af fimm brezkum háskólakenn-
urum, er allir kenna íslenzku við háskóla sína, en þeir voru hér
á ferð sumarið 1948.
Erlendir háskólar og stofnanir.
Snorranefndin norska bauð háskólanum að senda fulltrúa
á Snorrahátið í Björgvin 23. júní 1948. Háskólaráð samþykkti
að taka boðinu, og var háskólarektor dr. Ólafur Lárusson full-
trúi háskólans á hátíðinni.
Háskólinn í Björgvin. Rektor var boðið að sitja vígsluhátíð
Björgvinjarháskóla í ágúst 1948. Gat rektor ekki komið því
við að þiggja boðið, en í stað hans fór varaforseti háskólaráðs,
próf. Ásmundur Guðmundsson, sem fulltrúi háskólans á vígslu-
hátíðina.
Háskólanum var boðið að senda fulltrúa á 600 ára afmælis-
hátíð háskólans í Prag 6. —10. apríl 1948, á 150 ára afmælis-
hátíð háskólans í Louisville, Kentucky, 9. og 10. febrúar 1948,
á 30 ára afmælishátíð Ábo Akademis 17. og 18. sept. 1948
og stofnhátíð Brandeis University í Waltham, Mass., 7. og 8.
okt. 1948, en ekki var auðið að taka þessum boðum.
Fyrirlestrar fyrir almenning í hátíðasalnum.
1. Próf. dr. Hans Kuhn: Um knörinn, 23. nóv. 1947.
2. Próf. Níéls Dungal: Hundrað ára afmæli klóróformsins,
7. des. 1947.
3. Próf. Jón Steffensen: Um víkinga, 18. jan. 1948.