Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Page 22
20
4. Próf. Ásmundur Guðmundsson: Um Salómon konung, 14.
marz 1948.
5. Próf. dr. Hans Kuhn: Um ömefni og bæjanöfn, 18. apríl
1948.
6. Próf. Gylfi Þ. Gíslason: Marshalláætlunin, 25. apríl 1948.
Happdrætti Háskóla Islands. 1 stjórn þess árið 1948 voru
endurkosnir prófessorarnir dr. Ólafur Lárusson, formaður, dr.
Alexander Jóhannesson og dr. Magnús Jónsson. Endurskoð-
endur voru endurkosnir próf. Ásmundur Guðmundsson og
Þorsteinn Jónsson, fyrrv. bankafulltrúi.
Endurskoðendur háskólareikninga voru kosnir prófessorarnir
Ásmundur Guðmundsson og Finnbogi R. Þorvaldsson.
Tjarnarbíó. 1 stjórn þess 1948 voru endurkosnir prófessor-
arnir Níels Dungal, formaður, dr. Alexender Jóhannesson og
Jón Hj. Sigursson. Endurskoðendur voru kosnir prófessoramir
Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Björnsson.
Leigumáli Tjarnarbíós á húsinu nr. 10 E við Tjarnargötu,
sem gerður var til 10 ára haustið 1941, var framlengdur sum-
arið 1948 um önnur 10 ár.
fþróttahús háskólans.
Iþróttahúsið var að mestu leyti fullgert vorið 1948. Var þá
ákveðið að velja þriggja manna nefnd til þess að hafa stjórn
íþróttahússins á hendi, og vom í nefndina kosnir próf. Jón
Steffensen, formaður, próf. Finhbogi R. Þorváldsson og Pétur
Sigurðsson háskólaritari.
Upplýsingaskrifstofa stúdenta.
Sumarið 1948 var sú breyting gerð á rekstri skrifstofunnar,
að menntamálaráðuneytið fól háskólaráði að annast þann
þátt starfsemi hennar, er stúdenta varðar. Var skrifstofunni
þá fengið húsnæði í háskólanum og forstöðumaður ráðinn
Jóhann Hannesson, M. A.
Fjarvistarskrá.
Háskólaráð samþykkti að leggja fyrir kennara að halda