Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 23
21
fjarvistarskrá í kennslustundum frá upphafi haustmisseris 1948
—49.
Háskólabygging og lóð.
Farið hafði verið fram á, að væntanleg fiskiðnaðardeild
yrði reist á háskólalóðinni, en háskólaráðið treystist ekki til
að verða við þeirri beiðni.
Náttúrugripasafn. Háskólaráði voru sendir uppdrættir að
fyrirhuguðu húsi undir safnið, og hafði nefnd sú, sem kosin
var til undirbúnings málinu, lagt samþykki sitt á þá. Háskóla-
ráð samþykkti einnig uppdrættina fyrir sitt leyti og óskaði
þess, að nefndin yrði framvegis í ráðum með húsameistaran-
um, er vinnuteikningar verða gerðar.
Ljósprentxm handrita.
Fyrirtækið Lithoprent óskaði eftir samvinnu við háskólann
um ljósprentun íslenzkra handrita og fór fram á, að háskólaráð
tilnefndi menn í útgáfuráð til nánari umræðu og samvinnu.
Samþykkti háskólaráð að kjósa 3 menn til viðræðu um þetta
mál, og voru til þess valdir prófessoramir dr. Einar ól. Sveins-
son, dr. Ólafur Lárusson og dr. Sigurður Nordod.
IV. KENNARAR HÁSKÓLANS
1 guðfræðisdeild:
Prófessor dr. theol. Magnús Jónsson, prófessor Ásmundur
Guðmundsson, dósent Sigurbjörn Einarsson og dósent Björn
Magnússon. Aukakennarar: 1 grísku Kristinn Ármannsson yfir-
kennari og söngkennari Sigurður Birkis. Kennslu próf. Magn-
úsar Jónssonar annaðist séra Magnús Már Lárusson, en séra
Jóhann Hannesson kennslu Sigurbjarnar Einarssonar dósents.
f læknadeild:
Prófessor Gúðmundur Thoroddsen, prófessor Níels Dungal,
prófessor Jón Hj. Sigurðsson, prófessor Jón Steffensen, próf.
dr. med. Július Sigurjónsson og dósent Jón Sigtryggsson.