Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Page 42
40
For.: Þórður Runólfsson vélfr. og Sigríður Gísladóttir
k. h. Stúdent 1947 (R). Einkunn: I, 8.38.
45. Sigurbjörn Árnason, f. á Akureyri 18. sept. 1927. For.:
Árni Stefánsson og Jónína Friðfinnsdóttir k. h. Stúdent
1947 (A). Einkunn: I, 6.43.
46. Sigurjón Rist, f. á Akureyri 29. ágúst 1917. For.: Lárus
Rist kennari og Margrét Sigurjónsdóttir Rist k. h. Stú-
dent 1938 (A). Einkunn I, 6.09
VI. KENNSLAN
Guðfræðisdeildin.
Prófessor, dr. theol. Magnús Jónsson
hafði lausn frá kennsluskyldu þetta misseri.
Prófessor Ásmundur Guðmundsson.
Fór með yfirheyrslum og viðtali yfir:
1. Inngangsfrœði Gamla testamentisins 3 stundir í viku fyrra
misserið.
2. Sérefni Lúkasarguðspjalls eftir gríska textanum, 3 stundir
í viku fyrra misserið.
3. Ræðuheimildir og sérefni Mattheusarguðspjalls, 6 stundir
í viku vormisserið.
4. Saga Israelsþjóðarinnar 6 stundir í viku 5.—30. apríl.
5. Hafði æfingar með eldri stúdentum í messuflutningi og
ræðugerð, að jafnaði 1 stund í viku bæði kennslumisserin.
Dósent Sigurbjörn Einarsson
hafði lausn frá kennsluskyldu bæði misserin.
Dósent Björn Magnússon.
1. Lauk við að fara yfir kristilega siðfræði með viðtali og
yfirheyrslu 3 stundir í viku í októbermánuði.
2. Fór með skýringum yfir JóhannesarguSspjall eftir gríska
textanum 3 stundir í viku frá nóvemberbyrjun til loka
kennsluársins.
3. Fór með yfirheyrslu og viðtali yfir trúarsögu Nýja testa-