Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Page 52
50
Mag. scient Þorbjörn Sigurgeirsson.
1. Kenndi eðlisfrœði 4 stundir í viku fram í nóvember og síðan
8 stundir í viku til vors (1. ár 4 st., og 2. og 3. ár 4 st.
samtímis).
2. Hafði æfingar í eðlisfræði 3 stundir í viku síðara misserið
(2. og 3. ár samtímis).
Kennsla í íþróttum.
Benedikt Jakobsson fimleikastjóri
kenndi stúdentum leikfimi 10 stundir í viku.
Sundkennsla fór fram í Sundhöll Reykjavíkur 2 stundir í viku.
Sumarnámskeið í íslenzku.
Sumarið 1947 var fyrirhugað að halda námskeið í íslenzku,
er miðað væri aðallega við þarfir stúdenta frá Norðurlöndum,
er legðu stund á norræn fræði. Fórst þó fyrir, að námskeið
yrði haldið þá, og voru til þess ýmsar orsakir. Veturinn eftir
var enn hafinn undirbúningur undir námskeið, og fór það fram
dagan 24. júní til 26. júlí 1948.
Þátttakendur voru alls 13: 4 sænskir, 2 frakkneskir, einn
norskur, einn svissneskur, einn Bandaríkjamaður, en 4 þátt-
takendur voru búsettir í Reykjavík og íslenzkir ríkisborgarar.
Aðalkennari var dr. Sveinn Bergsveinsson, og kenndi hann
íslenzku tvær stundir á dag alla virka daga. Kennslan fór fram
á dönsku.
Þessir fyrirlestrar voru haldnir á námskeiðinu og fluttir á
dönsku:
Próf. dr. Þorkell Jóhannesson: Islands ökonomiske udvikling.
Próf. dr.Alexander Jóhannesson: Det islandske sprog.
Dósent dr. Jón Jóhannesson: Islands landnam.