Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 62
60
I. 1 lcröfu og hlutarétti. Lýsið reglunum um gildi loforða, er
loforðsgjafi hefur verið beittur nauðung.
n. í refsirétti: Skýrið 155. gr. almennra hegningarlaga.
III. 1 réttarfari: Hverjar eru verkanir fjárnáms?
IV. Raunhæft verkefni:
Guðmundur Jónsson, eigandi lóðarinnar nr. 48 við X-götu í Reykja-
vík, reisti verzlunar- og íbúðarhús á henni sumarið 1946. Þegar
kom fram á haustið sá hann fyrir, að hann mundi ekki hafa fjár-
hagslegt bolmagn til þess að ljúka byggingunni og fór því að leita
fyrir sér um peningalán. Árangurinn varð sá, að hann fékk tvö
lán hjá N-banka, hvort að upphæð kr. 100.000.00, og var annað tryggt
með fyrsta veðrétti í eigninni, en hitt með 2. veðrétti. Byggingunni
var nú haldið áfram, en í árslok var svo komið, að enn var fjár
vant. Tókust þá samningar milli Guðmundar og Sigurðar Áma-
sonar á þá leið, að Sigurður tæki á leigu í húsinu verzlunarhúsnæði
á neðstu hæð, með þeim nánari skilmálum, að leigutíminn væri
5 ár, talið frá 1. maí 1947, og að leigan fyrir allt tímabilið, kr,
54.000.00, skyldi greiðast þegar í stað. Venjulegt viðhald skyldi
leigusali annast. Hinn sérstaka búnað búðarinnar skyldi leigutaki
annast og eiga hann, en leigusali áskildi sér rétt til þess að fá
hann keyptan að leigutímanum loknum. Tenging rafmagns og hita-
veitu var um sérstaka mæla til búðarinnar, og skyldi Sigurður
greiða rafmagns- og hitaveitu beint fyrir afnot rafmangns og heits
vatns. Samningnum var þinglýst.
Guðmundi tókst nú að ljúka húsinu, og var frá því gengið, eins
og lög og reglur mæla fyrir um.
Verzlunarbúnað sinn keypti Sigurður hjá verksmiðjunni Smið,
fyrir kr 30.000.00, en verksmiðjan áskildi sér eignarrétt á honum,
unz hann væri að fullu greiddur. Þeim samningi var þinglýst. Þegar
kom til uppboðs þess, er síðar getur, hafði Sigurður greitt kr.
6.000.00 og þannig staðið í skilum.
Hóf Sigurður verzlun sína 1. júní 1947.
Þegar kom fram á haustið 1947, var samkomulag þeirra Guð-
mundar og Sigurðar orðið mjög erfitt. Varð það til þess, að Sig-
urður lét húsaleigunefnd meta leiguna, og reyndist hún 18.000 kr.
hærri en matið.
Fleira bar þeim og á milli.
í ágústmánuði hafði stór rúða brotnað með þeim hætti, að
kona nokkur var þar að verzla. Greip þá sonur hennar 6 ára gamall,
er var í fylgd með henni, smáhlut úr málmi, er stóð þar á borði