Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Side 64
62
n. Fyrri hluti embættisprófs í lögfrœöi.
1 lok fyrra misseris luku 2 stúdentar fyrra hluta prófi í lög-
fræði, en 11 í lok síðara misseris.
Verkefni í skriflegu prófi i janúar voru þessi:
I. 1 sifja- og erfðarétti: Skýrið 16. gr. laga nr. 39. frá 1921.
II. I stjórnlagafræði: Að hverju leyti er réttarstaða ráðherra
ólík réttarstöðu annarra embættismanna?
Verkefni í skriflegu prófi í maí voru þessi:
I. 1 sifja- og erfðarétti: Hvaða réttindi erfast?
n. 1 stjórnlagafræði: Lýsið reglum þeim, sem gilda um bráða-
birgðalög.
Prófdómendur voru þeir dr. jur. Bjöm Þórðarson og dr. jur.
Einar Arnórsson.
III. Kandídatspróf í viðskiptafræðum.
1 lok fyrra misseris lauk einn stúdent kandídatsprófi í við-
skiptafræðum. Enn fremur luku 18 stúdentar prófi í verzlunar-
rékstrar fræði, 5 í almennri bókfærslu og 10 í samningu og gagn-
1 lok síðara misseris luku 2 stúdentar kandídatsprófi í við-
skiptafræðum. Enn fremur luku 16 stúdentar prófi í banka-
rekstrarfræði, 5 í almennri bókfærslu og 10 í samningu og gagn-
rýni efnahagsreikninga, 9 í viðskiptareikningi og 2 í þýzku.
Verkefni í skriflegu prófi í janúar 1948:
Verkefni í ritgerð:
Hvað kostar vörudreifingin þjóðfélagið.
I rekstrarhagfræði:
1. í verzlun einni er verzlað með vefnaðarvöru, skófatnað og gler-
vöru. Frá upphafi hefur verið færður sérstakur vörureikningur
fyrir hverja þessara þriggja vörutegunda. Við reikningsskil fyrir
árið 1947 var reynt að skipta öllum verzlunarkostnaði milli þessara
vörutegunda, og kom þá í Ijós, að halli reyndist á glervöruverzluninni.
Teljið þér, að þetta beri vott um, að verzlunin eigi að hætta að
verzla með glervöru? Gerið grein fyrir þeim atriðum, er máli
skipta í sambandi við það, hvort verzlunin á að hætta glervörusölunni
eða halda henni áfram.
2. Gerið grein fyrir kaupvenjum neytendanna á ýmsum sviðum