Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Page 66
64
Semjið rekstrar- og efnahagsreikning firmans pr. 31/12. með
hliðsjón af eftirfarandi upplýsingum:
1. Við athugun á skuldunautum kemur í ljós, að væntanlegt
tap mun nema kr. 4 038.10 á 12 skuldunautum samkvæmt
lista. Þessi upphæð á að vera saldo á skuldarafskriftasjóði
til næsta árs.
2. Vörubirgðir í árslok nema með innkaupsverði kr. 49132.85.
Vörubirgðir í ársbyrgjun námu kr. 57 234.56.
3. Skuldunautar sýna debet og kreditupphæðir. Kreditupphæðin
er fyrir fyrirframgreiddar vörur til firmans.
4. Skuldheimtumenn sýna einnig debet og kreditupphæðir. Debet-
upphæðin er fyrir vörur, sem firmað hefur fyrirframgreitt.
5. Afskrift áhalda fer fram í samræmi við ákvæði skattalaganna.
Hér er eingöngu um skrifstofuáhöld að ræða.
6. Fasteignamat fasteignar nemur kr. 70 800.00. Þar af lóð kr.
15 400.00. Húsið er steinhús og eingöngu notað til verzlunar-
rekstrar. Afskrift fer fram samkvæmt ákvæðum skattalaganna.
7. Ef hagnaður verður á rekstri fyrirtækisins, skiptist hann
þannig: Ef yfir kr. 6 000.00, þá kr. 6 000.00 til O. S. og af-
gangurinn til H. C. Ef minni en 6000.00, skiptist hann að
jöfnu milli félaganna. Ef tap er, skiptist það að jöfnu milli
félaganna.
8. Eigendur hafa hvor um sig tekið 6 000.00 kaup, og er það
innifalið í kostnaðarreikningi.
2. Sýnið lokun á eftirfarandi reikningum:
Keyptar vörur. Skuldarafskriftasjóður. Höfuðstólsreikning O. S.
og höfuðstólsreikning H. C.
3. Gerið grein fyrir tekjum og eignum hvors um sig með hliðsjón
af framtali til skatts, þar eð þeir hafa aðrar tekjur og eignir.
4. Semjið bókhaldskerfi fyrir firmað. Hvernig munduð þér hugsa
yður það?
5. Gerið tillögur um endurskoðun á þessu bókhaldskerfi.
Hvernig munduð þér hugsa yður þær?
6. Hvernig munduð þér framkvæma endurskoðun á vörureikningi
með hliðsjón af gildandi álagningarreglum?
7. Gerið grein fyrir ákvæðum skattalaganna um skattskyldu al-
mennt.