Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Qupperneq 69
67
Jón breytir félaginu í hlutafélag, og tekur það að sér allar eignir
og skuldir sameignarfélagsins, þar á meðal kröfur Sigurðar á
hendur félaginu, og skulu eignimar metnar með því verði, sem
Jón og Sigurður höfðu komið sér saman um, nema fasteignin.
Hana skal meta á 100 000 kr.
Bækur félagsins eru færðar áfram. Jón ákveður að hafa hluta-
fé hlutafélagsins 170 000 kr., tekur sjálfur hlutabréf að nafn-
verði 100 000 kr. fyrir höfuðstól sinn, en selur hin á 150%, og
greiða kaupendur andvirðið þegar í stað. Er Sigurði síðan greidd
krafa hans.
Sýnið nauðsynlegar bókanir í höfuðbókarreikninga í sambandi
við ofangreint og efnahagsreikning hlutafélagsins að þeim loknum.
Verkefni í skriflegu prófi í maí 1948 voru þessi:
Verkefni í ritgerð:
Guðmundur B. Ólafsson: Áhrif stríðsins á afkomu bænda-
stéttarinnar.
ólafur Tómasson: Skipulag og rekstur ríkiseinkasalanna.
I rekstrarhagfræði:
I. Hlutafélagið X, sem hefur 100 000 kr. hlutafé, hefur tapað
undanfarin ár. Það hefur nú í hyggju að breyta nokkuð framleiðslu-
háttum sínum og kaupa nýjar vélar, sem kosta 20 000 kr. A, sem
á hlutabréf í félaginu, að nafnverði 40 000 kr., býðst til að leggja
fram þessar 20 000 kr. gegn því, að hinir hluthafamir láti færa
nafnverð bréfa sinna niður þannig, að svari til þessarar greiðslu,
og sé hvomgum ívilnað fjárhagslega. Samþykkir hluthafafundur
að fara þannig að, og semst um, að virði bréfanna skuli í þessu
sambandi talið 75%.
Hversu mikið á að lækka nafnverð hlutabréfanna?
Gerið grein fyrir helztu atriðum, sem þér teljið skipta máli í
sambandi við slíka útreikninga.
H. Gerið grein fyrir þeim skilningi, sem þér teljið, að venju-
lega sé lagður í orðið ágóða í viðskiptalífinu, og lýsið afstöðu
yðar til helztu atriða, sem máli skipta í því sambandi.
1 þjóðhagsfrœði:
I. Hver takmörk em því sett, að launahækkanir geti bætt kjör
launþeganna?
2. Er það skilyrði fyrir „heilbrigðri“ fjármálastefnu, að fjárlög
séu afgreidd án tekjuhalla?