Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 77
75
H.f. B.
Eignir. Skuldir.
Áhöld . kr. 15 000 Hlutafé kr. 50 000
Hráefni . — 27 000 Víxilskuldir .... — 14 000
Afurðir — 11 000 Lánardrottnar . — 10 000
Skuldunautar . . — 6 000
Pen. í sjóði ... . — 5 000
Tap — 10 000
kr. 74 000 kr. 74 000
Svo semst um milli h.f. A og h.f. B, að h.f. A kaupi allar eignir
h.f. B, að peningum í sjóði þó frátöldum, og taki jafnframt að sér
víxilskuldimar, en víxileigendumir fallast á það. Kaupverðið er
40 000 kr., og skulu 15 000 greiddar í peningum, en afgangurinn
með nýjum hlutabréfum, sem h.f. A gefur út í þessu skyni, að
nafnverði 20 000 kr. H.f. A bókfærir hinar keyptu eignir við
óbreyttu verði, að frátöldum þó hráefnunum, sem það metur á
22 000 kr.
H.f. B er slitið, eftir að salan hefur átt sér stað, lánardrottnum
greitt og hlutabréfunum í h.f. A og peningum í sjóði skipt milli
hluthafa.
Sýnið á höfuðbókarreikningum bókanir h.f. A í sambandi við
kaupin og bókanir h.f. B í sambandi við söluna og slit félagsins.
Prófdómendur voru dr. Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri,
Björn E. Árnason endurskoðandi, Sverrir Þorbjarnarson hag-
fræðingur, Bogi Ólafsson yfirkennari og dr. Sveinn Bergsveins-
son.
Heimspekisdeildin.
Kennarapróf í íslenzkum fræðum.
I. FuTlnaðarpróf.
1 upphafi fyrra misseris luku Stefán Hermann Pálsson og
Sverrir Pálsson kennaraprófi í íslenzkum fræðum.
Skriflega prófið fór fram 16., 18. og 20. sept. 1947
Verkefni í skriflega prófinu voru þessi:
I. 1 málfræði: Beygingarendingar sterkra sagna í gotnesku
og íslenzku.