Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 84
82
Prófdómendur voru Árni Snævarr dipl.-ing., Axel Sveinsson
vitamálastjóri, Benedikt Gröndál cand. polyt., Bjarni Jósefsson
cand. polyt., Brynjólfur Stefánsson cand. act. Einar B. Pálsson
dipl.-ing., Geir G. Zoéga vegamálastjóri, dr. Guðjón Samúelsson,
K. Guðmundur Guðmundsson cand. act., Gunnlaugur Briem
cand. polyt., Jóhannes Zoéga dipl.-ing., Sigurður S. Thoroddsen
cand. polyt., dr. Sigurður Þórarinsson, Steingrímur Jónsson
rafmagnsstjóri, Valgeir Björnsson hafnarstjóri, Zophonías Páls-
son landmælingafræðingur og dr. Þorkell Þorkelsson.
VIII. Aldarafinæli Prestaskólans.
Hinn 2. október 1947 var liðin rétt öld síðan Prestaskólinn
var settur í fyrsta sinn, en 21. maí 1847 hafði verið gefið út
konungsbréf um stofnun hans og honum sett reglugerð til
bráðabirgða. Háskólaráð hafði ákveðið, að afmælis þessa skyldi
minnzt og kosið nefnd til þess að hafa framkvæmdir í málinu:
áttu sæti í þeirri nefnd háskólarektor, próf. dr. Ólafur Lárus-
son, próf. Ásmundur Guðmundsson, forseti guðfræðisdeildar,
og próf. dr. Magnús Jónsson.
Hátíðahöldin hófust með því, að um morguninn 2. okt.
söfnuðust háskólarektor, kennarar og nemendur guðfræðis-
deildar og nokkrar aðrir saman við leiði dr. Péturs biskups
Péturssonar í Reykjavíkurkirkjugarði, en Pétur biskup var
fyrsti forstöðumaður Prestaskólans. Lagði forseti guðfræðis-
deildar blómsveig á leiðið í nafni deildarinnar.
Stundu fyrir hádegi fór fram minningarathöfn í hátíðasal
Menntaskólans í Reykjavík, en þar hafði Prestaskólinn verið
settur fyrir réttri öld og í þvi húsi starfaði hann fyrstu 4 árin.
Þar söng dómkirkjukórinn sálminn „Beyg kné þín, fólk vors föð-
urlands“ eftir Matthías Jochumsson. Þá flutti dr. theol. Magnús
Jónsson prófessor ræðu. Á eftir söng dómkirkjukórinn minning-
arljóð þau, er Valdimar Briem orti á 50 ára afmæli Prestaskól-
ans: Guð blessi vorn skóla til blessunar þjóð.“ Dr. Páll Isólfsson
stýrði söngnum.