Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 86
84
IX. LÁTINN HÁSKÓLAKENNARI.
Steinþór Sigurðsson.
Hann var fæddur í Reykjavík 11. jan. 1904, sonur Sigurðar
Jónssonar skólastjóra Miðbæjarbarnaskólans þar og fyrri konu
hans, önnu Magnúsdóttur frá Dysjum á Álftanesi.
Steinþór lauk stúdentsprófi úr stærðfræðisdeild Menntaskól-
ans í Reykjavik vorið 1923. Um haustið sama ár innritaðist
hann við háskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar magister-
prófi 1929 með stjörnufræði sem aðalgrein og efna-, eðlis- og
stærðfræði sem aukagreinar. Aðalkennari hans var prófessor
Elis Strömgren, forystumaður í stjörnufræði í Danmörku á
þeim árum. Hann var um langt skeið meðal fremstu manna í
þeirri grein stjörnufræðinnar, er lýtur að útreikningum á braut-
um reikistjama, og í Kaupmannahöfn var unnið geysimikið
verk á því sviði undir hans stjóm. Þetta verk einkennist mjög
af umfangsmiklum og flóknum talnareikningi. Prófverkefni
Steinþórs var á þessu sviði, útreikningur á braut smástirnis.
Ætla má, að Steinþór hafi mótazt verulega af þessu umhverfi
sínu í Kh., og svo mikið er víst, að margþættir reikningar voru
honum hugleiknir og tamir. Ég held, að sem reiknings- og
mælingamaður hafi Steinþór jafnan notið sín hvað bezt, og
veigamestu störf hans liggi á því sviði.
Auk reikningsstarfs var Steinþóri fádæma sýnt um meðferð
véla og mælitækja. Það var því lítill vafi á því, að hann hefði
geta orðið harðduglegur starfsmaður á stjörnuturni, ef hann
hefði festst við slíkt starf. Hann mun og hafa átt kost á því
og haft áhuga á starfinu í fyrstu. En úr því varð ekki, heldur
gerðist hann kennari í eðlisfræði og stærðfræði við Mennta-
skólann á Akureyri sama árið og hann lauk háskólanámi. Þar
kenndi hann til ársins 1935, er hann varð kennari í sömu
greinum við Menntaskólann í Reykjavík.
Árið 1930 hófust landmælingar Dana hér að nýju eftir