Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Side 113

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Side 113
111 fyrsta tíma nýs útvarpsþáttar, sem kallast „Frá skólunum." Var tek- ið það ráð, að hafa þáttinn í fundarformi, og kom þar fram einn mað- ur frá hverju félagi, sem fulltrúa á í stúdentaráði. Um fund þennan spunnust allmiklar deilur. Hátíðahöld. 1. Fyrsti desember. Að vanda varð eitt fyrsta verkefni stúdenta- ráðs að annast undirbúning hátíðahaldanna 1. desember og sjá um þau. Var undirbúningur allur hinn friðsamlegasti, og urðu að þessu sinni engar deilur um tilhögun né framkvæmd hátíðahaldanna, og þóttu þau takast mjög vel. Fjölmenn skrúðganga var farin frá háskólanum að Alþingishús- inu, en prófessor Ásmundur Guðmundsson flutti ræðu af svölum hússins. Var síðan gengið í kirkju og messu hlýtt. Sr. Jóhann Hann- esson flutti ræðu, en sr. Magnús Runólfsson þjónaði fyrir altari. Kristilegt stúdentafélag annaðist messuna f. h. stúdentaráðs. En nú var endanlega ákveðið, að messa skyldi vera fastur liður í hátíða- höldum stúdenta þennan dag, og félögunum tveim innan guðfræði- deildar Háskólans falið að annnast þennan lið þeirra sitt árið hvort. Þá var hátíðasamkoma í hátíðasal háskólans og hófst kl. 4. Þar komu fram þekktir hljómlistarmenn og konur og prófessorarnir Sigurður Nordal og Guðmundur Thoroddsen fluttu ræður. Sú ný- breytni var tekin upp, að bjóða ýmsum embættismönnum og full- trúum erlendra ríkja hér á landi í hátíðasalinn. Um kvöldið var hóf að Hótel Borg. Þar flutti dr. Sigurður Þor- arinsson ræðu, auk þess var þar upplestur og einsöngur, loks var dans stiginn, og skemmtu menn sér hið bezta. Hátíðahöldunum var öllum útvarpað, nema frá hófinu að Hótel Borg, en þar var ræða dr. Sigurðar tekin á plötu og henni útvarp- að í útvarpstíma Stúdentafélags Reykjavíkur. Stúdentablaðið kom út þennan dag, og var það og merki dagsins selt á götunum. Af blaðinu varð ágóði, aldrei slíku vant, og á rit- nefnd blaðsins sérstakar þakkir skyldar fyrir dugnað sinn, en for- maður hennar var Guðlaugur Þorvaldsson, stud. oecon. Að öðru leyti varð fjárhagsafkoma dagsins einnig með albezta móti. 2. Áramótadansleikur. Á gamlárskvöld var að venju haldinn dans- leikur í anddyri háskólans, og sá stúdentaráð að öllu leyti um und- irbúning. Fjölmenni var og skemmtu menn sér hið bezta. Prófessor Jón Steffensen flutti áramótaræðuna. Með bréfi dags. 17. sept. 1948 tilkynnti háskólaráð stúdentaráði, að anddyri háskólans yrði ekki lánað til dansleiks framvegis, og varð því eigi hnikað, þrátt fyrir tilraunir stúdentaráðs í þá átt, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.