Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Side 114
112
5 manna nefnd var send á fund rektors til umræðna um málið.
Ástæður til þessa taldi hann vera slit á húsi og húsmunum, virðingu
háskólans væri misboðið, og ekki hefði verið ætlazt til þess í upp-
hafi, að dansleikir yrðu til frambúðar í anddyri skólans.
Þetta er fjárhagslega stórmikill hnekkir fyrir stúdentaráð, en
ágóði af dansleiknum varð í ár rúml. 21 þús kr., auk þess sem
ógjörningur er að fá annarsstaðar húsnæði, sem fullnægt getur
þörf stúdenta og eftirspurn þetta kvöld.
3. Síðasti vetrardagur. Eins og að undanfömu, sá stúdentaráð um
kvöldvöku í útvarpinu um kvöldið. Komu þar eingöngu fram háskóla-
stúdentar með ræður, píanóleik, einsöng og leikþátt.
Um kvöldið gekkst stúdentaráð fyrir sumarfagnaði í Sjálfstæðis-
húsinu ásamt Stúdentafélagi Reykjavíkur. Var margt manna og
gleði mikil.
Aðrar skemmtanir.
Kvöldvökur tvær fóru fram á Gamla-Garði. Þar var meðal ann-
ars til skemmtunar kvikmyndaþættir, upplestur, söngur og dans.
Sameiginleg kaffidrykkja var og í bæði skiptin. Voru þetta í alla
staði prýðilegar skemmtanir.
Þá var og auglýst þriðja kvöldvakan rétt fyrir jól, en hún varð
að falla niður vegna lélegrar aðsóknar.
Dansleikir voru 16 haldnir á þessu starfsári. Ágóði af þeim varð
rúml. 25 þús. kr.
Upplýsingaskrifstofa stúdenta og bókasala.
Nýr maður, Jóhann Hannesson, hefur verið ráðinn til þess að veita
upplýsingaskrifstofu stúdenta forstöðu, í stað Lúðvíks Guðmunds-
sonar, og skrifstofupláss hefur hann fengið í háskólanum.
Menntamálaráðherra taldi óheppilegt, að starfsmaður upplýs-
ingaskrifstofunnar væri ráðinn af stúdentaráði og starfaði á ábyrgð
þess, þar sem til þess væri kosið árlega pólitiskum kosningum, og
gætu breytingar á skipan fulltrúa ráðsins haft óþægilegar afleið-
ingar í för með sér og jafnvel að skipt væri um starfsmann skrif-
stofunnar. Áleit hann, að réttara væri, að starfsmaður skrifstofunn-
ar starfaði á ábyrgð háskólaráðs.
Stúdentaráð áleit hins vegar, að höfuðnauðsyn í þessu máli væri,
að upplýsingaskrifstofan flyttist inn í háskólann og yrði þannig í
miklu nánari tengslum við stúdenta og veitti þeim greiðari aðgang
að henni, og gerði það því ekki frekari kröfur til þessa starfsmanns,
þar eð það hefði getað tafið málið frekar, eða jafnvel girt fyrir þá
mikilsverðu breytingu, er nú er á orðin.