Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Síða 122
120
2. Nýja-testamentisfræði:
a. Nákvæm skýring á þessum ritum Nýja-testamentisins á
grísku:
Guðspjöllunum fjórum,
Rómverjabréfinu,
Fyrra Korintubréfi,
Galatabréfi,
Fyrra Pétursbréfi.
b. Skýring á öðrum ritum Nýja-testamentisins á íslenzku.
c. Guðfræði Nýja-testamentisins.
d. Inngangsfræði Nýja-testamentisins.
3. Kristileg trúfræði:
a. Kristileg trúfræði.
b. Trúvarnarfræði.
c. Játningafræði.
Tvær síðasttöldu fræðigreinamar (b. og c.) skulu þó því að-
eins kenndar, að ekki sé tekið það tillit til þeirra í trúfræði-
kennslunni, er geri óþarfa kennslu í þeim sérstaklega.
4. Kristileg siðfræði.
5. Kirkjusaga:
a. Almenn kirkjusaga.
b. Kirkjusaga íslands.
c. Trúarlærdómasaga.
Síðasttalda fræðigreinin (c.) skal þó því aðeins kennd, að
ekki sé tekið það tillit til hennar í kennslu almennrar kirkju-
sögu eða kristilegrar trúfræði, er geri óþarfa kennslu í henni
sérstaklega.
6. Almenn trúarbragðafrœði:
a. Almenn trúarbragðasaga.
b. Trúarheimspeki.
c. Trúarlífssálarfræði.
7. Kennimannleg guðfræði:
a. Bókleg tilsögn í höfuðatriðum prédikunarfræði, trúkennslu-
fræði, sálgæzlufræði og helgisiðafræði.
b. Verkleg tilsögn í barnaspumingum, ræðugerð, ræðuflutn-
ingi og messuflutningi.
Minnstu kröfur um verklegt nám em, að stúdentinn hafi
tekið stöðugan þátt í barnaspumingum eitt kennslumisseri,
samið 4 ræður og flutt tvær messur.