Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Page 123
121
8. Kirkjuréttur.
Skriflegar æfingar skal hafa með stúdentum í þeim náms-
greinum, sem skriflegt próf er haldið í, og veita þeim leiðbein-
ingar um sémám í þeim (sbr. 47. gr. B.).
2. gr.
a. Eftir 12. tölulið 30. gr. komi nýr liður: Geð- og taugasjúkdómar.
Kennslan er verkleg og munnleg.
b. í 14. tölulið sömu greinar (sem verður 15. töluliður) komi í stað
orðanna „3 mánuðir í lyflæknisdeild“: 2 mánuðir í geðveikra-
hæli og að því loknu 1 mánuður í lyflæknisdeild.
3. gr.
47 gr. reglugerðarinnar orðist þannig:
Próf í guðfræðisdeild.
A. Undirbúningspróf í grísku.
Stúdentum er heimilt að ganga undir próf þetta eftir eins misseris
nám við háskólann.
Prófið er aðeins munnlegt. Skulu þeir stúdentar, sem undir prófið
ganga, hafa lesið að minnsta kosti 100 blaðsíður í almennri grísku
og Markúsarguðspjall, og skal ávallt prófað í hvorri tveggja grísk-
unni.
Enginn stenzt prófið, ef hann nær ekki einkunni miður vel.
Kennarinn í grísku prófar og dæmir um úrlausnirnar ásamt einum af
kennurum guðfræðisdeildarinnar.
Kennarinn lætur af hendi prófvottorð endurgjaldslaust.
B. Embœttispróf í guöfræði.
I. Próf í afloknum greinum.
Eftir tveggja missera nám í guðfræðisdeild er stúdentum heimilt
að ganga undir próf í þessum námsgreinum:
1. Inngangsfræði Gamla-testmentisins.
2. Israelssögu.
3. Inngangsfræði Nýja-testamentisins.
4. Almennri trúarbragðasögu.
Próf þetta er aðeins munnlegt. Einkunnir reiknast við embættis-
próf þannig, að einkunnir í inngangsfræði Gamla-testamentisins og
Israelssögu gilda hvor að Vi í heildareinkunn munnlegs prófs í
Gamla-testmentisfræðum, einkunn í inngangsfræði Nýja-testa-
mentisins að Vs í heildareinkunn munnlegs prófs í Nýja-testmentis-
16