Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1948, Page 125
123
Prédikun semja kandídatamir út af texta, sem þeim hefur verið
tilkynntur viku áður en þeir flytja prédikanirnar. Skal það vera
í heyranda hljóði í kirkju eða kapellu.
Gefa skal eina einkunn fyrir hverja grein í skriflegu og í munn-
legu prófi, svo og í verklegu prófi. Einkunn fyrir ritgerð úr sér-
námi og munnlegar úrlausnir í Nýja-testmentisfræðum skal tvöfalda.
Þetta tilkynnist þeim, er hlut eiga að máli.
Úr erfðaskrá frú Þóru J. Magnússon:
„Háskóla íslands gef ég 5000 — fimm þúsund krónur — og skal
fyrir þá upphæð stofna sjóð, er beri nafnið „Gjafasjóður Jóns og
Þóru Magnússon." Vöxtum af sjóðnum skal varið til að styrkja nem-
anda við lagadeild Háskölans. Háskólaráðið semur reglugerð fyrir
sjóðinn og fær hana staðfesta."
Úr erfðaskrá Þorkels Þorlákssonar:
„Af eftirlátnum eignum mínum skulu teknar kr. 1000.00 — eitt
þúsund krónur — í peningum og með þeim stofnaður sjóður, er
nefnist „Gjafasjóður Þorkels Þorlákssonar,“ skal hann varðveitast
og ávaxtast af stjóm Háskóla íslands — eins og hún er á hverjum
tíma — nú Háskólaráði.
Þegar sjóðseignin ásamt vöxtum nemur kr. 50000.00 — fimmtíu
þúsund krónum — má verja árlegum tekjum sjóðsins til styrktar
stúdent eða candidat, er leggur stund á fagurfræði (Æstetik), sér-
staklega þeirrar greinar fagurfræðinnar er víkur að ytri fegurð
og samræmi, og Háskólaráð telur verðugan styrksins.
Háskólaráðið lætur síðan semja nánari reglur um sjóð þenna.1.
Úr fjárlögum 1948:
14. gr. B.
I. a. Háskólinn:
1. Laun kennara og annarra starfsmanna:
a. Grunnlaun .......................-
b. Verðlagsuppbót ................ í
400 950
801 900
1 202 850
2. Til risnu háskólarektors:
a. Grunnlaun .........
b. Verðlagsuppbót ...
2 500
5 000
7500