Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Síða 6
4
til þess að líta yfir liðið ár og hugleiða skyldur og störf há-
skóla vors." Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði há-
skólans. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, er gegndi prófess-
orsstörfum í lagadeild í nokkur ár, sagði embætti sínu lausu
í marzmánuði, og hefur verið skipaður prófessor í hans stað
Ármann Snævarr. Um leið og ég þakka hinum fráfarandi störf
hans, býð ég hinn nýja prófessor velkominn til starfa. Jón Sig-
tryggsson, dósent í tannlækningum, hefur verið skipaður pró-
fessor samkvæmt lögum um dósenta, er verða prófessorar
eftir 6 ára þjónustu. Séra Magnús Már Lárusson hefur verið
settur prófessor í guðfræði, í fjarveru Magnúsar Jónssonar
prófessors. Jóhann Hannesson, lektor í ensku, hefur sagt starfi
sínu lausu, og hefur til bráðabirgða verið ráðinn í hans stað
Heimir Áskelsson, B.A. Sendikennari í sænsku hefur verið ráð-
inn frú Gun Nilsson, fil. mag., en frönskukennslu á vegum
Alliance Frangaise annast lic. Edouard Schydlowski, og mun
hann flytja nokkra fyrirlestra við háskólann.
Á síðastliðnu ári fluttu þessir erlendir gestir fyrirlestra: Próf.
dr. C. J. Bleeker frá Amsterdam, er flutti Haralds Níelssonar
fyrirlestur, próf. dr. Stephan Hurwitz frá Kaupmannahöfn, próf.
Hákon Nial frá Stokkhólmi, dr. Francis Bull frá Osló og próf.
Roger McHugh frá Dublin. Auk þess hafa ýmsir háskólakenn-
arar flutt opinbera fyrirlestra á sunnudögum í hátíðasal há-
skólans og eru þessir fyrirlestrar gefnir út í Samtíð og sögu,
en 5. bindi þessa ritsafns er nú í prentun, og er þá tala þess-
ara útgefnu fyrirlestra orðin nál. 60, og fjalla þeir um margs
konar viðfangsefni í ýmsum fræðigreinum. Er ætlazt til, að
þeir fræði þjóðina og stuðli að almennri fræðslu hennar, en
háskólinn telur sér bera skyldu til að annast einnig þetta
hlutverk.
Meðal gjafa þeirra, er háskólanum hafa borizt, er gjafa-
sjóður Guðmundar Thorsteinssonar. Hann dvaldist nokkum
hluta ævi sinnar í Ameríku, en lézt hér í Reykjavík 6. júlí
1949 og ánafnaði háskólanum sjóð, er var afhentur við síðustu
áramót. Stofnfé sjóðsins nemur 154 þús. kr. Æviatriða þessa
mæta manns er getið í síðustu Árbók háskólans. Þá hefur ekkja