Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Side 10
8
akademiska nafnbót, gefi háskóla sínum að 25 árum liðnum
væna fjárupphæð, og er þetta m. a. örugg tekjulind háskól-
ans á hverju ári. Hér hefur sá fallegi siður tíðkazt, að menn
hafa minnzt stúdentsprófs síns eftir hæfilegan tíma og fært
þá sínum gamla skóla einhverja vinargjöf. Er vonandi, að þessi
siður haldist áfram. Virðist því ekki úr vegi, að menn minn-
ist kandídatsprófs síns við háskólann og færi honum fjárgjafir
að 25 árum liðnum, eins og við Harvard-háskóla, og verði fé
þessu varið til eflingar stofnunarinnar.
Háskólanum er mikil nauðsyn á að hafa nána samvinnu og
samstarf við erlenda háskóla. Landnám fslands er aðeins hugs-
anlegt á andlegu sviði, á vettvangi bókmennta og lista. Við
háskóla í Bandaríkjunum kenna nú, að sögn, að minnsta kosti
16 fslendingar, eða menn af íslenzku bergi brotnir. Við Winni-
peg-háskóla í Kanada kenna nokkrir fslendingar, eins og kunn-
ugt er, og verður nú bráðlega stofnaður þar kennarastóll í
íslenzkum fræðum. Við Edinborgarháskóla kennir nú í fyrsta
sinn íslenzkur fræðimaður, við Uppsalaháskóla í Svíþjóð kenn-
ir í vetur annar íslendingur. Forníslenzka er kennd við ýmsa
háskóla í Ameríku og Evrópu, og verður háskóli vor að keppa
að þvi að mennta sem flesta íslenzka fræðimenn, sem geti
orðið hæfir til þess að taka að sér kennslu í islenzkum fræð-
um við erlenda háskóla. Tvö mikilsverð spor í þá átt hafa
verið stigin á síðustu ámm. Annað er það, að bætt hefur ver-
ið þrem kennaraembættum við íslenzkudeildina. Hitt er, að
menntamálaráðuneyti vort hefur átt frumkvæði að því að
bjóða á hverju ári fimm erlendum stúdentum til íslenzkunáms
við háskólann, að þessu sinni tveim brezkum stúdentum frá
háskólunum í Leeds og Edinborg, og þrem skandinaviskum
stúdentum, frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Sú raun, sem
fengizt hefm' af þessu síðastliðið ár, er góð. Stúdentarnir hafa
lært að tala íslenzkt nútíðarmál, og er þess að vænta, að náin
kynni þeirra af íslenzku menningarlífi á vorum dögum verði
til þess, að þeir velji sér viðfangsefni til fræðilegra starfa úr
íslenzkum nútíðarbókmenntum. Er það ósk háskólans, að fram-
hald verði á þessari starfsemi.