Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Qupperneq 13

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Qupperneq 13
11 stakan svip, er á hve einkennilegan hátt fléttast saman trúar- baráttan og rækt á hinum fornu islenzku landsréttindum. Að Jón Arason berst fyrir kirkju sinni er nokkuð augljóst. Menn kunna að óreyndu að tortryggja umhyggju og áhyggjur þeirra feðga fyrir réttindum landsins og halda, að slíkar hugsanir tilheyri 19. öldinni, en mér virðist aftur á móti það, sem vekur hvað mesta athyglina, þegar lesin eru skjöl frá þeim feðgum, vera, hve iðuglega er talað um lög og réttindi landsins. Siða- skiptatíminn virðist í þessu efni alveg þola samanburð við aðra tvísýnutíma í sögu íslenzks sjálfstæðis. Það er þá líka alveg að vonum, að í konungshyllingunni á Oddeyri 1551, sem gerð var í skjóli vopnaðra hermanna, er síður en svo minnzt á ís- lenzk lög eða réttindi landsins. Það, sem gerir þessi þáttaskil svo sérstök, er persóna Jóns Arasonar og atvikin. Flest önnur þáttaskil eru bundin við samn- ingagerðir, og samningamir hafa að jafnaði kyrrt vind og sjó, hvað sem á undan hafði farið. En hér getur að líta baráttu, sem verður markvissari og færist stöðugt í aukana, og um síðir verður hún að hamförum: en hún er innsigluð með blóði Jóns Arasonar og sona hans. Þetta er því einkennilegra, þegar þess er gætt, að Jón biskup hefur engin einkenni ofstækis- manns. Hann er stórbrotinn og ráðríkur, en það er allt ann- að mál. Á einum stað í Ljómum lýsir skáldið upprisunni á efsta degi og segir: dauðleg duftin lifna / af dýru holdi og blóði / því vér höfðum hér. Hvort sem Jón biskup hefur ort Ljómur eða ekki, mætti hann vel hafa talað um dýrt hold og blóð. Það er eins og lífið og veröldin sé honum einhvern veg- inn svo einföld; hér er jörðin, og yfir henni hvelfist himinn guðs, og hann er svo nærri; syndin er víst til og er háskaleg, en það er til bóta, að Kristur hefur úthellt blóði sínu og stofn- að kirkju sína til að frelsa frá henni. Þessi kaþólski biskup átti sér fylgikonu og hafði átt með henni 9 böm, sem hann efldi og styrkti á allan hátt; hann tók tveim höndum þeim mikla auði og völdum, sem á vegi hans varð; hann leit ekki á þetta með tortryggni meinlætamannsins. Af listarást við- reisnar eða renaissance-mannsins prýddi hann kirkju sína dýr-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.