Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Qupperneq 13
11
stakan svip, er á hve einkennilegan hátt fléttast saman trúar-
baráttan og rækt á hinum fornu islenzku landsréttindum. Að
Jón Arason berst fyrir kirkju sinni er nokkuð augljóst. Menn
kunna að óreyndu að tortryggja umhyggju og áhyggjur þeirra
feðga fyrir réttindum landsins og halda, að slíkar hugsanir
tilheyri 19. öldinni, en mér virðist aftur á móti það, sem vekur
hvað mesta athyglina, þegar lesin eru skjöl frá þeim feðgum,
vera, hve iðuglega er talað um lög og réttindi landsins. Siða-
skiptatíminn virðist í þessu efni alveg þola samanburð við aðra
tvísýnutíma í sögu íslenzks sjálfstæðis. Það er þá líka alveg
að vonum, að í konungshyllingunni á Oddeyri 1551, sem gerð
var í skjóli vopnaðra hermanna, er síður en svo minnzt á ís-
lenzk lög eða réttindi landsins.
Það, sem gerir þessi þáttaskil svo sérstök, er persóna Jóns
Arasonar og atvikin. Flest önnur þáttaskil eru bundin við samn-
ingagerðir, og samningamir hafa að jafnaði kyrrt vind og sjó,
hvað sem á undan hafði farið. En hér getur að líta baráttu,
sem verður markvissari og færist stöðugt í aukana, og um
síðir verður hún að hamförum: en hún er innsigluð með blóði
Jóns Arasonar og sona hans. Þetta er því einkennilegra, þegar
þess er gætt, að Jón biskup hefur engin einkenni ofstækis-
manns. Hann er stórbrotinn og ráðríkur, en það er allt ann-
að mál. Á einum stað í Ljómum lýsir skáldið upprisunni á
efsta degi og segir: dauðleg duftin lifna / af dýru holdi og
blóði / því vér höfðum hér. Hvort sem Jón biskup hefur ort
Ljómur eða ekki, mætti hann vel hafa talað um dýrt hold og
blóð. Það er eins og lífið og veröldin sé honum einhvern veg-
inn svo einföld; hér er jörðin, og yfir henni hvelfist himinn
guðs, og hann er svo nærri; syndin er víst til og er háskaleg,
en það er til bóta, að Kristur hefur úthellt blóði sínu og stofn-
að kirkju sína til að frelsa frá henni. Þessi kaþólski biskup
átti sér fylgikonu og hafði átt með henni 9 böm, sem hann
efldi og styrkti á allan hátt; hann tók tveim höndum þeim
mikla auði og völdum, sem á vegi hans varð; hann leit ekki
á þetta með tortryggni meinlætamannsins. Af listarást við-
reisnar eða renaissance-mannsins prýddi hann kirkju sína dýr-