Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Side 14
12
um listaverkum. Honum var gefin mikil mannheill og mikil
glæsimennska; hann var höfðingi, sem allir hans menn vildu
þjóna; hann var eitthvert bezta skáld síns tíma og jafnvígur
á trúarljóð og gamankvæði. Gaman hans var glatt, ekki grátt.
En meðlætið, glæsimennskan, gerði hann ekki gutlara, sem
dreifist og á engan kjarna. Hann var þvert á móti heill maður.
Og einmitt af því að hann var heill, fór sem fór. En hann var
þá líka maður til að deyja. Heyrið hvemig Oddur handi Hall-
dórsson lýsir því, hvernig hann gekk til aftökustaðarins:
Hélt á helgum krossi
herrann prýddur hnossi,
fór með flýti og greizlu
fagnandi sem til veizlu;
biskup blessaði alla,
en bragnar á kné falla,
leit ég hans líkann varla.
Það væri hægt að bollaleggja, hve hyggilega hafi verið far-
ið að, eða hversu sagan hefði orðið öðruvísi, ef eitt eða ann-
að hefði verið öðruvísi. En hversu viturlegar sem slíkar hug-
leiðingar kynnu að vera, þá kemur hik á gagnrýnandann og
ráðagerðarmanninn frammi fyrir manninum, sem tilbúinn er
að leggja lífið í sölurnar fyrir verk sitt. Það er hið mesta,
sem mennskur maður getur gert.
Og þó að sá maður virðist hafa dáið til ónýtis, þar sem hann
hefur beðið ósigur, þá lifir dæmi hans og leiftrar eins og viti
gegnum myrkur fjarlægra tíma. Eða lifir í hugarfylgsnum
manna, án þess þeir geri sér grein fyrir því. Hvað Jón Arason
snertir getur enginn sagt, hve dæmi hans kann að hafa stað-
ið fyrir hugskotssjónum Islendinga, þegar eymdin og vonleysið
sótti að, sökum karlmannlegrar hreysti og manndómlegra hátta,
svo að ég við hafi orð Bjöms á Skarðsá um þá feðga. Dæmi
mannsins, sem ekki kunni að gera greinarmun á verki sínu,
sannfæringu sinni og lífi sínu, lifir enn í dag og mun lifa
um aldir.
Islendingar munu ævinlega telja Jón biskup Arason og sonu
J