Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Page 18
16
neðri hæð alþingishússins. 1 raun og veru var Alþingi full
þörf á þessu húsrými, og þó að háskólanum mætti á frumbýl-
ingsárunum þykja gott að fá þetta inni, þá var það ekki til
frambúðar, og þvi lengur sem leið, því erfiðara var að inna
þar allt það af hendi, sem unnið var í háskólanum. Einhver
mesti stóratburður í sögu háskólans á þessum fjörutíu árum
var setning happdrættislaganna 1933. Með því gaf ríkisvaldið
háskólanum færi á að fá sér þak yfir höfuðið, og voru þessi
lög báðum aðiljum mikill búhnykkur. Fyrir happdrættisfé var
hægt að reisa háskólabygginguna, sem vígð var 1940, atvinnu-
deildina 1936, íþróttahúsið 1948, og fyrir það fé verða enn
reistar byggingar hér á lóðinni fyrir ríkið, ef svo vill verða.
Samtímis gaf Reykjavíkurbær háskólanum lóð fyrir þessi hús
af mikilli rausn.
Samhliða þessu, en þó einkum eftir að háskólinn fluttist í
hin nýju húsakynni, hafa smám saman vaxið upp stofnanir í
skjóli hans og innan hans vébanda. Er þetta einkum á sviði
læknavísinda, en eins og kunnugt er styðjast framfarir í hverri
grein mjög við tilraunir og tilraunastofnanir. Skal ég þar
nefna Rannsóknarstofu í meinafræði, Rannsóknarstofu í líf-
færafræði og lífeðilsfræði, Rannsóknarstofu í heilbrigðisfræði,
Rannsóknarstofu í lyfjafræði, Tannlækningastofu, Tilraunastöð
háskólans í meinafræði á Keldum; hin síðastnefnda var reist
að hálfu fyrir fé ríkisins, að hálfu fyrir fé Rockefellerstofn-
unarinnar. Loks skal ég nefna hér Rannsóknarstofnun í þarfir
atvinnuveganna við Háskóla Islands, sem í daglegu tali er nefnd
Atvinnudeild háskólans, en hún er þó aðallega kennd við há-
skólann í kurteisisskyni.
Að sjóðum og öðrum slíkum eignum er háskólinn fátæk
stofnun, miðað ekki aðeins við gamla háskóla annarra landa,
heldur og miðað við marga unga háskóla. Þeim mun meiri
ástæða er þá að minnast margra manna og kvenna, sem hugs-
að hafa til háskólans og gefið honum gjafir. Nefna mætti gef-
endur, sem aldrei finnst þeir hafa fullgefið. Stærsti sjóður í
vörzlum háskólans er Sáttmálasjóður, og hefur hann verið
ómetanleg lyftistöng íslenzkum vísindum. Það ráð var upp