Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Page 19
17
tekið að reka kvikmyndahús fyrir fé hans, og var sá rekstur
hafinn 1942. Það hefur reynzt heillarík ráðstöfun og hefur
meir en vegið upp á móti fallandi kaupmætti peninga, sem
annars heggur stór högg í sjóðina. Þessi ráðstöfun hefur líka
gert kleift að ráðast í eitt af hinum merkari verkum, sem
unnin eru á vegum háskólans, en það er samning vísindalegr-
ar orðabókar íslenzkrar tungu. Sú er von mín, að það verk
eigi í framtíðinni eftir að bera hundraðfaldan ávöxt.
Enn einu skal ég bæta hér við þessi fáu orð um sjóði há-
skólans. Rétt áður en ég sté hér í ræðustólinn, færði einn hinna
fyrstu kennara háskólans, dr. Einar Arnórsson, honum höfðing-
lega afmælisgjöf, að upphæð 20 þúsund krónur, með bréfi,
sem ég skal leyfa mér að lesa upp:
„1 dag er háskóli Islands 40 ára. Á þessum minningar-
degi vil ég biðja yður, herra rektor, að veita viðtöku kr.
20000 — tuttugu þúsund krónum — f. h. háskólans í bréf-
um stofnlánadeildar sjávarútvegsins, sem innleysa skal 30.
nóv. næstk.
Ég hef hugsað mér, að vöxtum skyldi verja til verð-
launa kandidötum fyrir afburða vel leyst skrifleg verk-
efni við próf í lagadeild, íslenzkum fræðum og íslenzkri
kirkjusögu.
Biðja vil ég rektor, Ólaf prófessor Lárusson og Ásmund
prófessor Guðmundsson að semja stofnskrá sjóðs, er
myndaður verði í áðurnefndu skyni.“
Dr. Einar Amórsson starfaði um langan aldur í þágu há-
skólans, og með þessari gjöf sýnir hann enn ræktarsemi sína
til hans. Leyfi ég mér fyrir hönd háskólans að færa honum
alúðarfylistu þakkir fyrir gjöfina.
Sama árið og háskólalögin voru samþykkt, samdi Finnur Jóns-
son, prófessor í Kaupmannahöfn, erfðaskrá, og ánafnaði hann
Háskóla Islands, ef stofnaður yrði, bókasafn sitt eftir sinn dag.
Síðar komu aðrir bókagefendur á eftir, og var hinn stórtæk-
asti þeirra Benedikt Þórai’insson kaupmaður, sem gaf allt það
mikla bókasafn, er hann hafði safnað á langri ævi og af mik-
3