Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Page 62
60
Sendikennari Hálvard Mageröy, cand. philol.
1. Kenndi norsku, bokmál 2 stundir og nynorsk 2 stundir í
viku bæði misserin.
2. Flutti fyrirlestra fyrir almenning: einn fyrirlestur um Johan
Herman Wessel og einn um Jonas Lie fyrra misserið; einn
um Arne Garborg og einn um J. S. Welhaven síðara miss-
erið.
Lektor Heimir Áskélsson, B.A.
kenndi ensku til B.A.-prófs 9 stundir í viku.
Sendikennari Gun Nilsson, fil. mag.
1. Hafði námskeið í sænsku fyrir almenning 6 stundir í viku
(4 st. fyrir byrjendur, 2 st. fyrir þá, sem lengra voru komn-
ir, haustmisserið, 2 st. fyrir byrjendur, 4 st. fyrir aðra vor-
misserið).
2. Flutti 3 fyrirlestra um sænsk nútima Ijóðskáld.
Sendikennari lic.-és-lettres Edouard Schydlowski.
1. Kenndi frönsku til B.A.-prófs 3 stundir í viku bæði misserin.
2. Flutti fyrirlestra um Frakkland og frakkneskar bókmenntir.
Verkfræðisdeildin.
Prófessor Finnbogi R. Þorváldsson.
1. Kenndi teiknun 9 stundir í viku bæði misserin.
2. Kenndi landmœlingafrœði 2 stundir í viku fyrra misserið
og 3 stundir í viku síðara misserið.
3. Kenndi landmælingafræði og hafði æfingar í landmælingu
í júní og júlí, eftirlit með prófmælingum í ágústmánuði og
leiðbeindi við prófuppdrætti í október og nóvember.
Prófessor dr. Leifur Ásgeirsson
kenndi stærðfræði 12 stundir í viku (3 st. 1. ár, 4 st. 2. ár
og 5 st. 3. ár).