Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Page 75

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Page 75
73 m. 1 réttarfari: Hvað er lögbann og hvenær er heimilt að beita því? IV. Raunhœft verkefni: Árni Ámason, stýrimaður á e/s. Hrafni, var mikið kvennagull og ekki við eina f jölina felldur í kvennamálum. Þar kom þó, að þann 10. maí 1950 kvæntist hann kunningjastúlku sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur, og settu þau bú saman. Með þeim var venjulegt fjárfélag. E/s. Hrafn var í föstum áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Hull. Eftir giftinguna var Ámi hálfbreyzkur eins og fyrr, einkum erlend- is, og í Hull bjó hann beinlínis með enskri stúlku — Luly Brown —, þegar hann var þar, enda hafði hann gert það áður og á sínum tíma heitið henni eiginorði. Ekkert lét hann hana vita um gift- ingu sína. Leið nú nokkur tími og gekk allt vel hér heima fyrir. En í Hull fór ungfrú Brown að ganga eftir efndum á giftingarloforðunum. Kenndi Ámi ýmsu um, til þess að afsaka dráttinn. Loks þraut þó þolinmæði ungfrú Brown og krafðist hún, að Ámi efndi loforð sín. Kom þá hið sanna upp, og líkaði henni stórilla. Ekki leið heldur á löngu, þar til að það bar við eitt sinn, er Ámi var heima, að þar birtist Luly Brown. Segir ekki af þeim fundi annað en það, að þama varð hið mesta hark og illindi. Við það varð hundur, er þau Guðrún og Ámi áttu, svo æfur, að hann rauk 1 ungfrú Brown og reif pils hennar og beit hana í fótinn, þannig að sokkar hennar eyðilögðust og hún hlaut sár, er talsvert blæddi úr. Sárið var þó ekki meira en það, að heilt var eftir 10 daga, en ör varð eftir, ekki augljóst, en þó vel sjáanlegt gegnum silkisokk, ca. 3 cm. á lengd og 0,5 á breidd. Himdurinn var ekki þekktur að því að bíta, en hafði til að glefsa í menn, ef hátt var haft, eða ofsalegt atferli. Guðrún lét sér hátta- lag hundsins vel líka, en Ámi hastaði á hann. Hundurinn sefaðist þó lítið, og flúðu þau Ámi og ungfrú Brown af vettvangi. Hófust nú málaferli af hálfu þeirra kvennanna beggja. Krafðist frú Guðrún skilnaðar frá Áma þegar í stað og fékk hann. En img- frú Brown krafðist bóta fyrir röskun á stöðu sinni og högum — hún var skrifstofustúlka — svo og bóta fyrir ráðspjöll — hún gekk með bam Áma, er síðar fæddist á eðlilegum tíma þann 15. febrúar 1951. Þá krafðist hún og bóta fyrir bit hundsins. Öllum kröfum sínum beindi hún gegn þeim hjónum Guðrúnu og Áma. Árni hafði miklar áhyggjur af þvi, hvemig komið var, og datt nú í hug að reyna að friðmælast við Guðrúnu. Tókst þetta og lofaði hún að giftast honum aftur, en setti það skilyrði, að hann hætti 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.