Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Side 79
77
H. 1 stjórrilagafrœði: Gerið grein fyrir grundvallarreglum
íslenzkrar stjómskipunar.
Verkefni í skriflegu prófi í maí voru þessi:
I. í sifja- og erfðarétti:
1. Hvað er dánargjöf og hvaða reglum hlítir hún?
2. a. M er kvæntur K. Getur L, faðir M, gengið að eiga K eftir
andlát M?
b. M var kvæntur K. Þau skildu lögskilnaði. K giftist síðar
J og átti með honum dótturina T. Er M með öllu fyrir-
munað að kvænast T?
c. M er kvæntur K. Er S, föður M, kostur að lögum að
ganga að eiga T, móður K?
n. 1 stjómlagafræði: Lýsið ákvæðum stjómarskrárinnar um
félög.
Prófdómendur vom dr. jur. Björn Þórðarson og dr. jur. Einar
Arnórsson.
III. Kandídaíspróf í viðsJdptafræðum.
1 lok fyrra misseris luku 2 stúdentar kandídatsprófi í við-
skiptafræðum og 2 í lok síðara misseris.
1 lok fyrra misseris luku 8 stúdentar prófi í Tcröfurétti, einn
í ensku og einn í þýzku. — 1 lok síðara misseris luku 17 stúd-
entar prófi í sérgreindri rekstrarhagfræði, 14 í tölfræði, 1 í
íslenzkri haglýsingu, 2 í iðnaðarrekstrarfrœði, 1 í verzlunar-
rekstrarfræði, 1 í samningu og gagnrýni efnáhagsrerikninga,
9 í almennri bókfærslu og 7 í ensku.
Verkefni í skriflegu prófi í janúar voru þessi:
í rekstrarhagfræði:
1. Hvemig kemur til greina að skipta ágóða í sameignarfélagi?
2. Gerið grein fyrir þeim aðferðum, sem máli skipta við mat vöru-
birgða í reikningsskilum.
1 þjóðhagfrœði:
1. Er hægt að tryggja kaupmátt launanna með því að láta kaup-
gjald hækka til samræmis við vísitölu framfærslukostnaðar?
2. Hvaða áhrif myndi það hafa á lífskjör almennings hér á landi,
ef niðurgreiðslu landbúnaðarvara úr ríkissjóði yrði hætt?