Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Side 113
111
Reikning þennan og allar bækur happdrættisins og fylgiskjöl, svo
og sjóð þess, höfum við undirritaðir endurskoðendur farið nákvæm-
lega yfir og ekkert fundið athugavert.
Reykjavík, 7. marz 1851.
Ásmundur Guðmundsson. Þorsteinn Jónsson.
XV. ÝMISLEGT
Lög nr. 116, 28. des. 1950,
um breyting á lögum nr. 66 1944, um breyting á og viðauka við
lög nr. 36 1909, um laun háskólakennara, og um breyting á lögum
nr. 21 1936, um Háskóla íslands.
1. gr.: 2. málsgr. 3. gr. laganna falli niður.
2. gr.: Lög þessi öðlast þegar gildi.
Breyting á reglugerð fyrir Háskóla íslands.
Staðfest 10. sept. 1951.
32. gr. 5. liður orðist svo:
Námsgreinar þær, er taldar eru upp í 52. gr. Kennslan miðar að
því að veita stúdentum haldgóða þekkingu á þessum fræðigreinum
í því skyni, að þeir geti lokið B.A.-prófi samkvæmt 52. gr.
50. gr. 2. málsgrein orðist svo:
Próf þetta þurfa þó ekki að taka stúdentar verkfræðisdeildar né
þeir stúdentar heimspekisdeildar, er lokið hafa 2 prófstigum í upp-
eldisfræðum, áður en þeir ganga undir fullnaðarpróf.
Aftan við 51. gr. bætist:
Þeir, sem ljúka eða lokið hafa kennara- eða meistaraprófi, öðlast
kennararéttindi við gagnfræða- og menntaskóla með því að taka
annað tveggja eitt prófstig í uppeldisfræðum, að undangengnu prófi
í forspjallsvisindum, eða 2 prófstig í uppeldisfræðum (sbr. 50. gr.).
Fræðslumálastjóri getur, ásamt kennurunum í uppeldisfræðum og
heimspeki við háskólann, veitt undanþágu frá prófi þessu eða hluta
þess, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
52. grein hljóði svo:
B.A.-próf.
Prófgreinar eru þessar:
1. íslenzka. 2. Danska. 3. Sænska. 4. Norska. 5. Enska. 6. Þýzka.