Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1951, Blaðsíða 114
112
7. Franska. 8. Latína. 9. Gríska. 10. íslandssaga. 11. Mannkyns-
saga. 12. Mannkynssaga og íslandssaga. 13. Landafræði og jarð-
fræði. 14. Stærðfræði. 15. Eðlisfræði. 16. Efnafræði. 17. Náttúru-
fræði (líffræði, jurtafræði, dýrafræði og mannfræði). 18. Uppeldis-
fræði (sálar-, uppeldis- og kennslufræði og kennsluæfingar).
Stúdent hlýtur B.A.-próf fyrir minnst 6 eða 7 prófstig, en í einni
og sömu námsgrein verða mest tekin 3 stig. Hvert stig er miðað
við ákveðnar þekkingarkröfur: 1. stig táknar minnstu kröfur, 2. stig
meiri kröfur, 3. stig mestar kröfur. Ætlazt er til, að námstími til
hvers prófstigs sé að jafnaði eitt kennslumisseri, og ber að miða
kennsluna í hverri grein við það. Stúdent getur annað tveggja sam-
einað þrjár eða fjórar námsgreinar. Ef prófgreinar eru þrjár, skal
taka 6 eða 7 stig samtals: próf í forspjallsvísindum, sem reiknast
1 stig, 2 stig í annarri grein og 3 stig í hinni þriðju (B.A.-próf án
kennararéttinda), eða í stað forspjallsvísinda 2 stig í uppeldisfræð-
um og svo 2 stig í annarri grein og 3 stig í hinni þriðju (B.A.-próf
með kennararéttindum). Ef prófgreinar eru fjórar, skal taka 7 eða
8 stig samtals: 2 stig í þremur greinum, auk forspjallsvísinda (B.A.-
próf án kennararéttinda), eða í stað forspjallsvísinda 2 stig í upp-
eldisfræðum og svo 2 stig í þremur greinum öðrum (B.A.-próf með
kennararéttindum). Ekki má taka minna en 2 stig í nokkurri náms-
grein nema forspjallsvísindum, og í íslenzku og í sameinaðri mann-
kynssögu og íslandssögu verða ekki tekin færri en 3 stig. Stúdents-
próf stærðfræðideildar í efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði reikn-
ast sem 1 stig í þessum greinum, að því tilskildu, að stúdentinn
hafi hlotið 1. einkunn í viðkomandi grein.
Prófin eru bæði skrifleg og munnleg, í landafræði, náttúrufræði-
greinunum og uppeldisfræðum einnig verkleg. Námið skal öðru frem-
ur miða við það, að menn verði að prófi loknu hæfir kennarar við
skóla gagnfræðastigsins og aðra þá framhaldsskóla, þar sem við-
komandi greinar eru kenndar.
Þeir nemendur, sem í prófi sínu hafa lokið 2 stigum í uppeldis-
fræðum, hafa þar með fullnægt ákvæðum 13. greinar laga nr. 16/
1947 um menntun kennara, að því er tekur til skóla gagnfræðastigs-
ins.
Hér með er úr gildi felld auglýsing nr. 91 frá 28. des. 1950.