Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 6
4
Að því búnu flutti rektor, prófessor Ármann Snœvarr, ræðu þá,
er hér fer á eftir:
Herra forseti fslands, hæstvirtu ráðherrar, sendiherrar er-
lendra ríkja, herra borgarstjóri, kæru samkennarar, kæru stú-
dentar, háttvirta samkoma.
Vegna Háskóla fslands býð ég yður öll hjartanlega velkomin
til háskólahátíðar, sem til er stofnað í því skyni að fagna nýju
háskólaári og þeim glæsilega hópi ungra kvenna og karla, sem
nú sezt í Háskólann. Sérstaklega býð ég velkominn herra for-
seta íslands, er sýnt hefir Háskólanum þá sæmd að sækja há-
skólahátið. Hugir Háskólans manna hafa leitað til forsetans
síðustu vikurnar í einlægri samúð vegna andláts hinnar mikil-
hæfu og mikilsvirtu konu hans. Vér minnumst forsetafrúar-
innar með virðingu og þökk.
Háskólahátíð í dag sækja tveir kandídatar, sem luku emb-
ættisprófum sínum við Háskólann fyrir 50 árum, þeir Bjarni
Snæbjörnsson læknir og dr. med. Halldór Hansen yfirlæknir.
Er mér mikil ánægja að sjá þá hér í dag, og býð ég þá sér-
staklega velkomna.
L
Eitt háskólaár er að baki og annað er nýrunnið. „Svo rís
um aldir árið hvert um sig / eilífðar lítið blóm í skini hreinu.“
Árin líða, „tempora mutantur nosque in illis“, en skóli vor
blífur. Háskólinn er vissulega á afli mikilla hugmynda, inn-
lendra sem erlendra. Hver háskóli hlýtur að hafa að kjölfestu
ýmsar grundvallarhugmyndir, er mótazt hafa og meitlazt allt
frá tíð hinna fyrstu háskóla á miðöldum. En jafnframt hlýtur
háskóli vor að vera næmur fyrir nýjum hugmyndum um starf-
semi háskóla, sem gætir nú svo mjög beggja megin Atlantsála.
Það er ein af stórfenglegustu hugsjónum í nútíma þjóðfélög-
um að búa beri sem flestum ungmennum skilyrði til að mennt-
ast við hæfi, og aðstreymið að Háskólanum er góðu heilli að
aukast stórlega þessi síðustu ár. Við marga háskóla í Evrópu,
sem höfðu 2—3000 stúdenta innan vébanda sinna fyrir styrj-