Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 8

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 8
6 hversu búið er að Háskólanum og öðrum vísindastofnunum og hvers þau eru megnug. Vísindaleg samskipti við land vort eru að miklu leyti bundin því, að hér sé háskóli, sem rækt geti vísindalegt hlutverk sitt — þau vísindalegu verkefni, sem oss er skylt að sinna sem sjálfstæðu ríki og m. a. vegna vís- inda umheimsins. Eitt er víst. Vér erum mældir í þessu efni með alþjóðlegri mælistiku, og viðmiðun vor sjálfra verður að vera alþjóðleg í eðli sínu — það er sjálfsblekkingin einber að beita þar annarri viðmiðun. Hér á ég vitaskuld ekki við stærð eða mikilleik stofnana, heldur gæði þeirrar kennslu og rann- sóknarvinnu, sem hér er leyst af hendi, og þá almennu rann- sóknarkosti, sem Háskólans menn eiga við að búa. Ég skal ekki hér í dag framkvæma vægðarlausa úttekt, miðað við al- þjóðlega mælikvarða, en oss er öllum hollt að hugleiða, raun- sætt og hlutlægt, hvar vér erum á vegi stödd í þessum efnum. Hin alþjóðlega viðmiðun ein er viðhlítandi leiðarljós, og stefn- an hlýtur að vera sú, að hver sú starfsemi, sem fram fer í Há- skólanum, standist vel alþjóðlegar kröfur. Það er skylda vor Háskólans manna og íslenzkra stjórnvalda, sem eru mikils- ráðandi um allan aðbúnað að Háskólanum, að gefa oss tóm til að hugleiða þessi mál. Jafnframt verðum vér að gæta þess, að í öllum löndum í grennd við oss hefir átt sér stað svo stór- kostleg efling á háskólum og öðrum vísindastofnunum, að heldur við gerbyltingu. Háskólahverfin við marga norrænu háskólana og við háskóla annars staðar í Vestur-Evrópu eru nálega óþekkjanleg frá því, sem þau voru við styrjaldarlok — þenslan og gróskan í byggingum og stofnunum og starfsmanna- liði er svo geysileg, að undrum sætir. Hér á landi hefir þessi bylting orðið síðbúnari en í nágrannalöndunum, en nú bjarm- ar fyrir nýjum degi. Alþingi og íslenzk stjórnvöld hafa aldrei haft jafn glöggan skilning á þörfinni á að efla Háskólann og aðrar vísindastofnanir sem nú, og vér Háskólans menn treyst- um því, að hliðstæð bylting í háskólamálum, sem farið hefir um öll lönd Vestur-Evrópu, sé nú einnig að hefjast hér á landi. En þeim straumhvörfum verður ekki valdið nema með einum hætti — með því að stórauka og raunar margfalda fjárveiting-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.