Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Qupperneq 8
6
hversu búið er að Háskólanum og öðrum vísindastofnunum
og hvers þau eru megnug. Vísindaleg samskipti við land vort
eru að miklu leyti bundin því, að hér sé háskóli, sem rækt
geti vísindalegt hlutverk sitt — þau vísindalegu verkefni, sem
oss er skylt að sinna sem sjálfstæðu ríki og m. a. vegna vís-
inda umheimsins. Eitt er víst. Vér erum mældir í þessu efni
með alþjóðlegri mælistiku, og viðmiðun vor sjálfra verður að
vera alþjóðleg í eðli sínu — það er sjálfsblekkingin einber að
beita þar annarri viðmiðun. Hér á ég vitaskuld ekki við stærð
eða mikilleik stofnana, heldur gæði þeirrar kennslu og rann-
sóknarvinnu, sem hér er leyst af hendi, og þá almennu rann-
sóknarkosti, sem Háskólans menn eiga við að búa. Ég skal
ekki hér í dag framkvæma vægðarlausa úttekt, miðað við al-
þjóðlega mælikvarða, en oss er öllum hollt að hugleiða, raun-
sætt og hlutlægt, hvar vér erum á vegi stödd í þessum efnum.
Hin alþjóðlega viðmiðun ein er viðhlítandi leiðarljós, og stefn-
an hlýtur að vera sú, að hver sú starfsemi, sem fram fer í Há-
skólanum, standist vel alþjóðlegar kröfur. Það er skylda vor
Háskólans manna og íslenzkra stjórnvalda, sem eru mikils-
ráðandi um allan aðbúnað að Háskólanum, að gefa oss tóm
til að hugleiða þessi mál. Jafnframt verðum vér að gæta þess,
að í öllum löndum í grennd við oss hefir átt sér stað svo stór-
kostleg efling á háskólum og öðrum vísindastofnunum, að
heldur við gerbyltingu. Háskólahverfin við marga norrænu
háskólana og við háskóla annars staðar í Vestur-Evrópu eru
nálega óþekkjanleg frá því, sem þau voru við styrjaldarlok —
þenslan og gróskan í byggingum og stofnunum og starfsmanna-
liði er svo geysileg, að undrum sætir. Hér á landi hefir þessi
bylting orðið síðbúnari en í nágrannalöndunum, en nú bjarm-
ar fyrir nýjum degi. Alþingi og íslenzk stjórnvöld hafa aldrei
haft jafn glöggan skilning á þörfinni á að efla Háskólann og
aðrar vísindastofnanir sem nú, og vér Háskólans menn treyst-
um því, að hliðstæð bylting í háskólamálum, sem farið hefir
um öll lönd Vestur-Evrópu, sé nú einnig að hefjast hér á landi.
En þeim straumhvörfum verður ekki valdið nema með einum
hætti — með því að stórauka og raunar margfalda fjárveiting-