Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 11
9
inu eldra. Rætt hefir verið um, að hús þetta verði 6—700 fer-
metrar að stærð, kjallari og þrjár aðalhæðir. Fær Handrita-
stofnunin væntanlega eina aðalhæð og u. þ. b. helming kjallara,
en til afnota fyrir Háskólann verða þá tvær aðalhæðir og hálf-
ur kjallari. Hefir háskólaráð ákveðið í megindráttum, að í hús-
hluta Háskólans verði vinnuherbergi fyrir prófessora, og verða
flest þeirra fyrir prófessora í íslenzkum fræðum, og auk þess
fyrirlestrasalir, semínarherbergi og lestrarsalir fyrir um 60
stúdenta. Stefnt er að því, að öll kennsla í íslenzkum fræðum
fari fram í hinni nýju byggingu, og eiga lestrarsalir að verða
fyrst og fremst til afnota fyrir stúdenta í þeim fræðum. Hins
vegar er einnig lögð áherzla á, að þetta húsrými verði nýtt
til hlítar, og verður það því einnig til nytja fyrir aðrar
fræðigreinir, og á það við um kennslustofur, vinnuherbergi,
semínarherbergi og lestrarsali. Þá kemur einnig mjög til greina
að ætla Orðabók Háskólans húsnæði í þessari byggingu. Vona
ég, að þessi nýja bækistöð íslenzkra fræða, þar sem stefnt er
að stofnunum í þeim fræðum, verði þeim til mikils gagns og
styrktar. Hitt er og ijóst, að þetta hús mun greiða verulega
úr húsnæðisvandræðum Háskólans í heild, þar sem hvort tveggja
er, að húsnæði losnar í aðalbyggingu við það, að íslenzk fræði
flytjast i hið nýja hús, og auk þess mun hið nýja hús verða
öðrum deildum beint og óbeint til gagnsemdar. Byggingar-
kostnaður hins nýja húss skiptist svo, að ríkisstjórn mun leggja
Handritastofnun til 10 millj. kr., og að auki framlag vegna
hækkunar á byggingarvísitölu, en gert er ráð fyrir, að bygg-
ingarkostnaður vegna hlutdeildar Háskólans í byggingu verði
greiddur af happdrættisfé.
Byggingarnefnd hins nýja húss er skipuð fimm mönnum. Er
dr. Jóhannes Nordal formaður og próf. Guðlaugur Þorvaldsson
varaformaður, báðir skipaðir af menntamálaráðherra, Svavar
Pálsson dósent og Valgeir Björnsson hafnarstjóri, skipaðir af
háskólaráði, og dr. Einar Ólafur Sveinsson og Valgarð Thor-
oddsen slökkviliðsstjóri, tilnefndir af stjórnarnefnd Handrita-
stofnunar. Byggingarnefnd hefir þegar hafið starf, og verður
öllum undirbúningi hraðað svo sem föng eru á. Miklar vonir
2