Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Qupperneq 15
13
ilsvirtrar gjafar til stúdentaheimilisins, er skýrt var frá á ár-
inu. Vandamenn og vinir Guðmundar heitins Jónassonar B.A.
frá Flatey ákváðu að gefa Háskólanum 100.000 krónur, og
skal því fé varið til að búa stúdentaráði aðstöðu í hinu fyrir-
hugaða stúdentaheimili. Flyt ég gefendum alúðarþakkir fyrir
þessa fögru minningargjöf um hinn unga og dugmikla mennta-
mann, er var brott kvaddur í blóma lífsins.
I stúdentaheimilinu fyrirhugaða er ætlunin að hafa rúmgott
og vistlegt mötuneyti og setustofu í tengslum við það, og enn
fremur verður þar húsnæði fyrir stúdentaráð og ýmis deildar-
félög og önnur stúdentafélög. Stúdentaheimilið mun verða á
lóðasvæðum Háskólans, en ekki er fullráðið, hvar það verður.
Er hið mesta nauðsynjaverk að koma því upp hið allra fyrsta,
þar eð aðstaða fyrir stúdenta til félagsstarfsemi við Háskólann
er mjög örðug. öflug félagsstarfsemi gegnir vissulega miklu
uppeldislegu hlutverki ekki síður í háskóla en í öðrum skólum,
og hin ytri aðstaða til þess konar starfsemi skiptir miklu máli,
þótt dugur og atorka stúdenta sjálfra ráði raunar ávallt mestu
um það, hvernig til tekst í félagslífi. Háskólinn metur mikils
góðan skilning ríkisstjórnarinnar og Alþingis á þessu máli, en
þörf er á miklu meira fé en því, sem þegar er tryggt, til þess
að unnt sé að hefjast handa um framkvæmdir, og er æskilegt,
að einstaklingar og félög liðsinni stúdentunum fjárhagslega í
þessu mikla hagsmunamáli þeirra. Allur almenningur á landi
hér og bæjar- og sveitarfélög studdu drengilega á sínum tíma
byggingu stúdentagarðanna beggja, og væri vel, ef nú kæmi
til öflugur stuðningur slíkra aðila við stúdentaheimilið fyrir-
hugaða, því að hér er þörf skjótra úrræða og mikils fjár-
stuðnings.
m.
Um s.l. áramót lét prófessor Pétur Sigurðsson háskólaritari
af störfum. Prófessor Pétur var skipaður háskólaritari árið
1929, og hefir hann gegnt því starfi óslitið síðan af frábærri
samvizkusemi, ósérhlifni, kostgæfni og vöndugleik. Prófessor
Pétur hefir um 35 ára skeið verið kjölfestan í stjórn Háskól-
ans, sívakandi um hag, gengi og sæmd skólans, stálminnugur