Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 21
19
fræði 34 í hvorri grein, í verkfræði 20, í íslenzkum fræðum og
tannlækningum 14 í hvorri grein, í íslenzku fyrir erlenda stú-
denta 13, í lyfjafræði lyfsala 11 og í guðfræði 3.
Á s.l. ári luku 76 kandídatar prófum hér við Háskólann. Tala
kandídata hefir einu sinni verið álíka há, árið 1955, er 75 kandí-
datar brautskráðust héðan. Síðustu árin hefir þessi tala leik-
ið á 66, 65, 70 og nú 76. Ég hefi oft hugleitt, hvort þessi
tala kandídata væri ekki óeðlilega lág hér við Háskólann, þ. e.
hvort vanhöld væru ekki úr hófi mikil. Ef meðallengd náms-
tíma hér við skólann væri talin 5 ár, hefðu átt að Ijúka próf-
um hér við skólann á s.l. ári ekki færri en 150 stúdentar, ef
allir hefðu komið til skila. 1 þessum reikningum er að vísu
veruleg óvissa, en víst er þó, að það er tæpur helmingur stú-
denta, sem lætur skrá sig hér, er lýkur fullnaðarprófum í grein
sinni hér við skólann. Ég hefi aflað upplýsinga um þetta efni
frá nokkrum háskólum á Norðurlöndum, og hefi þar þó ein-
göngu við prósentutölur að styðjast. Við Árósaháskóla luku
kandídatsprófum á háskólaárinu 1963—64 6% af heildartölu
stúdenta, við Ábo Akademi, sem er næst minnsti háskóli Norð-
urlanda, reyndist þessi tala 8%, í háskólanum í Ábo 13,3% og
í háskólanum í Ósló 12,7%. Sambærilegt hundraðshlutfall hér
við Háskólann er 8,2%. Við þessar tölur ber að gera þá athuga-
semd, að reglur um skráningu stúdenta eru næsta mismunandi
við þessa skóla. Þessar tölur geta þó orðið ærið efni til íhug-
unar, og sýna, að mikil nauðsyn er á því, að hér sé stofnað
til rannsókna á því, hvað valdi því, að alltof mikill hluti stú-
denta hér lýkur ekki námi sínu. Yfirleitt skortir mjög rann-
sóknir á félagslegum högum stúdenta hér við Háskólann í
ýmsum efnum, og munu verða gerðar ráðstafanir á næstunni
af skólans hendi til að hefjast handa um þess konar rann-
sóknir.