Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 23
21
það er einn mikilvægasti þátturinn í þróun síðustu ára, hve
stofnanahugmyndin hefir fengið góðan hljómgrunn og þar með
viðurkenning á því, að annað meginatriðið í starfsemi Háskól-
ans sé að sinna rannsóknarstarfi. Hér þarf nauðsynlega að
skapa aukna rannsóknaraðstöðu og rannsóknarumhverfi, rann-
sóknarandrúmsloft, og það verður ekki gert nema með því að
stórauka stofnanir — institut — svo sem sýnt er af þróuninni
í grannlöndum vorum. Minni ég enn í þessu sambandi á lækna-
deildarbyggingar, náttúrufræðistofnun, byggingar í þágu verk-
fræðikennslu og hugvísindastofnanir ýmsar. Þakka vil ég ríkis-
stjórn fyrir y2 millj. króna framlag til rannsóknarstofu í líf-
eðlisfræði, sem nú er tekið í fjárlagafrumvarp.
Hér við Háskólann er flest í dögun. Hér þarf að hefja sleitu-
lausa byggingarstarfsemi á grundvelli heildstæðra framkvæmda-
áætlana, óslitna sókn til þess að efla Háskólann og aðra vís-
indastarfsemi. Tekjur Happdrættis Háskólans eru ómetanlegar
í þessu skyni, en þær eru hvergi nærri einhlítar, og Háskólinn
væntir þess, að hæstvirt ríkisstjórn muni á næstunni leggja
fram mikið fé í þessu skyni, svo sem og ríkisstjórnir hinna
Norðurlandanna allra hafa gert, svo að mið sé tekið af þeim.
Næsta átak landsmanna, sem enga bið þolir, ætti að vera stór-
felld efling vísindastarfsemi landsmanna, að sinu leyti á borð
við rafvæðingarátakið. Land vort hefir ekki ráð á því að bíða
iengur með aðgerðir í þessum efnum, því að framfarir í vís-
indalegum efnum eru virkasta forsenda fyrir aukinni menn-
ingu og efnahagslegri velgengni. Hér þarf vissulega einnig öðr-
um þræði að kanna möguleika á fjárhagslegu liðsinni erlendis
frá, ekki sízt frá erlendum vísindasjóðum. Háskólans menn
verða hér að leggja sig alla fram um áætlunargerðir og tillög-
ur til eflingar Háskólanum, og í því efni skortir oss mjög al-
hliða umræður um málefni Háskólans í nútíð og framtið. 1
þeim umræðum þarf ekki síður að heyrast rödd þeirra, sem
ekki eru tengdir Háskólanum, rödd háskólamenntaðra manna
og rödd manna, sem tengdir eru athafnalífi þjóðarinnar. Há-
skólinn vill verða í raun og sannleika þjóðskóli, skóli allrar
þjóðarinnar. Einum þræði er hér þörf á gagngerðum könnun-