Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 130
128
Stúdentar skulu semja sex ræður, flytja tvær messur að loknu
námi í tónflutningi og framsögn, taka stöðugan þátt í barnaspurn-
ingum eitt kennslumisseri og starfa við sunnudagaskóla samkvæmt
ákvæðum guðfræðideildar eitt misseri og við sjúkrahús eða sjúkra-
hæli um tveggja mánaða skeið.
B.
Enn fremur skulu stúdentar leysa af hendi skriflegar æfingar, svo
sem hér segir: Sex í Nýja testamentisfræðum, þrjár í Gamla testa-
mentisfræðum, þrjár í trúfræði, tvær i siðfræði, fjórar í kirkjusögu,
tvær í almennum trúarbragðafræðum. Skulu æfingar þessar að jafn-
aði leystar af hendi í misserislok.
Stúdentar skulu velja grein til sérnáms í samráði við kennara og
semja ritgerð úr því efni. í stað sérefnisritgerðar má stunda nám í
uppeldisfræðum, þjóðfélagsvísindum eða kirkjutónfræðum, sem guð-
fræðideild metur gilt hverju sinni.
2. gr.
í 41. grein haldist óbreyttir liðir A og B. Framhald orðist á þessa
leið:
G. Sið'ara liluta próf.
Síðara hluta próf er talið einn prófhluti í merkingu háskólareglu-
gerðar, sbr. t. d. 61. og 68. gr. Prófið er í tveim þáttum. í fyrra þætti
er prófað í:
1. Gamla testamentisfræðum.
2. Nýja testamentisfræðum.
3. Barnaspurningum.
I síðara hluta er prófað í:
4. Trúfræði.
5. Siðfræði.
6. Kirkjusögu.
7. Prédikun.
Heimilt er stúdent að þreyta próf í síðara áfanga einu til fjórum
misserum eftir að lokið er prófum fyrri áfanga, samanber þó 59.
grein reglugerðar.
Áður en stúdent segir sig til síðara hluta prófs skal hann hafa
lokið undirbúningsprófum, fyrra hluta prófi og þeim æfingum, sem
deildin krefst. Skal hann sýna vottorð um, að hann hafi fært sér í
nyt kennslu þá, sem veitt er í þeim námsgreinum, sem nefndar eru
í 40. grein 7. og 8. og ekki er prófað í sérstaklega. Enn fremur skal
hann, a. m. k. þrem mánuðum áður en fyrri prófþáttur hefst, hafa
skilað ritgerð úr sérnámi sínu, samanber þó 40. grein B.