Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 141
139
mála, Jón Oddsson, yfirmaður utanríkismála, og Vésteinn Ólason,
yfirmaður almennra félagsmála.
Verkaskipting var mikil innan ráðsins, en samvinna með miklum
ágætum allan starfstímann. Haldnir voru 35 bókaðir fundir. í apríl
1964 lét Gunnar Gunnarsson, stud. oecon., af störfum sem fram-
kvæmdastjóri ráðsins og við tók Lúðvíg B. Albertsson, stud. oecon.
S túdentaheimi li.
Vorið 1964 var stofnuð sérstök nefnd til þess að vinna að byggingu
félagsheimilis fyrir stúdenta á vegum Háskólans. Var hún þannig
skipuð: Formaður Stefán Hilmarsson, bankastjóri, tilnefndur af
menntamálaráðherra, prófessorarnir Þórir Kr. Þórðarson og Loftur
Þorsteinsson, kosnir af háskólaráði, og stúdentarnir Ellert Schram,
stud. jur., og Auðólfur Gunnarsson, stud. med., kosnir af Stúdentaráði.
Málið hafði verið í undirbúningi um nokkurt skeið og fengizt 500.000
kr. f járveiting til þess á fjárlögum.
Á fyrsta fundi hinnar nýju nefndar, 16. júní, voru henni afhentar
að gjöf kr. 100.000,00 til minningar um Guðmund Jónasson, B.A., frá
Flatey á Skjálfanda frá nokkrum vinum, skólafélögum og vanda-
mönnum hans. Skal fénu varið sérstaklega til byggingar húsakynna
Stúdentaráðs. Standa stúdentar í mikilli þakkarskuld fyrir þessa ein-
staklega höfðinglegu gjöf.
Nefndin hefur ásamt háskólarektor unnið að framgangi málsins.
Hugmynd hennar er, að stúdentaheimilið verði viðbótarbygging við
Gamla Garð, og er ætlað, að það bæti til mikilla muna rekstrar-
aðstöðu Stúdentagarðanna á veturna og hótelsins á sumrin, auk þess
að leysa húsnæðisvandræðin fyrir félagsstarfsemi stúdenta. Nefndin
hefur fengið Jón Haraldsson, arkitekt, til að gera tillöguteikningu
að húsinu, sem nú liggur fyrir. Á henni er gert ráð fyrir, að húsið
verði þrjár hæðir.
Á fjárlögum þessa árs fékkst 1 milljón króna fjárveiting til stú-
dentaheimilisins. Stúdentaráð kaus sérstaka fjáröflunarnefnd félags-
heimilisins. Formaður hennar var Már Pétursson, stud. jur.
Námslán.
Á árinu 1964 ákvað stjórn Lánasjóðs ísl. námsmanna að ætla alls
allt að 5.5 millj. króna til lánveitinga til stúdenta við Hásícóla ís-
lands það ár. Alls var 249 umsækjendum veitt lán í marz, en 239 í
nóvember. Lánin voru að upphæð frá kr. 8.450,00 til 16.900,00.
Ný handbók stúdenta
kom út í nóvembermánuði 1964. Undirbúning útgáfunnar önnuðust