Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 144
142
son, stud. mag. Fundarstjóri var Halldór Gunnarsson, stud. theol.
Fundurinn var mjög fjölsóttur, og urðu þar allharðar deilur.
Formaður málfundanefndar var Halldór Gunnarsson.
Bókmenntákynningar.
Hinn 5. apríl var haldin bókmenntakynning í hátíðasal Háskólans
til minningar um Davíð skáld Stefánsson, sem þá var nýlátinn. Krist-
inn E. Andrésson, mag. art., flutti fyrirlestur um skáldið, en nokkrir
stúdentar og Helga Bachmann lásu upp úr verkum skáldsins. Kynn-
ingunni stjórnaði Garðar Gíslason, stud. jur.
Þá var enn bókmenntakynning 26. janúar. Prófessor Paul B. Taylor
talaði um amerísk-enska skáldið T. S. Eliot, lesnar voru upp þýðing-
ar á ljóðum hans og leikinn af plötum upplestur nokkurra verka
hans á frummálinu.
Formaður bókmenntakynningarnefndar var Sverrir Hólmarsson,
stud. mag.
Skák.
Skáknefnd hefur starfað á vegum ráðsins eins og að undanförnu.
Að frumkvæði hennar tók sveit íslenzkra stúdenta þátt í Alþjóða-
skákmóti stúdenta í Póllandi, er undirbúið var af pólska stúdenta-
sambandinu. Ekki voru allir þátttakendur stúdentar við Háskóla ís-
lands. Fjárstyrkur fékkst til fararinnar hjá Reykjavíkurborg og
menntamálaráðuneytinu.
S.l. haust voru haldnar þi’jár hraðskákæfingar og hraðskákmót
Háskólans. Formaður skáknefndar var Páll Ingólfsson, stud. philol.
Samkomuhald.
Á útmánuðum 1964 var haldin kvöldvaka á Iiótel Sögu í samvinnu
við Stúdentafélag Reykjavíkur.
Sumarfagnaður var haldinn að Hótel Borg að kvöldi síðasta vetr-
ardags í samvinnu við Stúdentafélag Reykjavíkur.
í október 1964 gekkst Stúdentaráð fyrir kynningarkvöldi með er-
lendum stúdentum. Erlendu stúdentunum var skýrt frá starfsemi
Stúdentaráðs og félagslífi í skólanum, en síðan voru bornar fram
veitingar.
Fyrsta vetrardag var haidinn vetrarfagnaður á Hótel Borg. Var
hann mjög fjölsóttur, einkum af nýstúdentum. Ágóði rann óskiptur
í Félagsheimilissjóð.
Loks er að nefna hina vinsælu áttadagsgleði, sem haldin var að
vanda á gamlárskvöldi í anddyri Háskólabíós. Var gleði sú prýðilega