Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Qupperneq 145
143
undirbúin og fór vel fram. Mikill fjöldi stúdenta fagnaði þar nýju
ári.
Formaður áttadagsgleðinefndar var Sigurður Björnsson, stud. med.
Ú tgáfustarfsemi.
Á starfsárinu hefur Stúdentablaðið komið út 3svar sinnum. í maí
kom út 24ra síðna blað og annað sömu stærðar í nóv. Ritstjóri beggja
var Björn Teitsson, stud. mag. Hinn 1. des. kom út vandað hátíðablað,
eins og venja er til. Var það 48 síður. Ritstjóri var Gunnar Karlsson,
stud. mag.
Ú tvarpsdagskrá.
Undanfarin ár hefur sú venja skapazt, að Stúdentaráð annaðist
útvarpsdagskrá að kvöldi síðasta vetrardags. Þessum hætti var hald-
ið, og var m. a. reynt að vekja athygli þjóðarinnar á nokkrum helztu
málefnum, er Stúdentaráð berst fyrir. Um dagskrána sáu Andrés
Indriðason, stud. philol., Kristinn Jóhannesson, stud. mag., og Páll
Bjarnason, stud. mag.
Hátíöahöldin 1. desember.
Stúdentar héldu fullveldisdaginn hátíðlegan að vanda hinn 1. des-
ember. Almennur stúdentafundur hafði einróma samþykkt að helga
daginn málefninu „Efling Háskóla íslands og æðri menntunar". For-
maður hátíðarnefndar var Ásmundur Einarsson, stud. jur. Hátíða-
höldin hófust kl. 10.30 með guðsþjónustu í kapellu Háskólans. Bragi
Benediktsson, stud. theol., prédikaði. Sr. Frank M. Halldórsson þjón-
aði fyrir altari. Guðfræðistúdentar sungu, organleikari var Guðjón
Guðjónsson, stud. theol.
Kl. 14.00 fór fram samkoma í hátíðasal Háskólans. Formaður há-
tíðanefndar setti hana, en síðan flutti háskólarektor Ármann Snævarr
aðalræðu dagsins, „Efling Háskóla íslands og framtíð æðri mennt-
unar“. í ræðu sinni benti rektor á fjöldamargar breytingar og við-
bætur við starfsemi Háskólans, sem nauðsynlegar væru, og taldi
nauðsynlegt að ríkið margfaldaði fjárframlög sín til Háskólans og
æðri menntunar yfirleitt. Var ræðu hans mjög vel tekið. Greint var
frá efni hennar í dagblöðum og kom það af stað umræðum og aukn-
um áhuga á þessum málum í blöðum og meðal almennings. En sá
var ekki sízt tilgangurinn með því að velja þetta efni. Að lokinni
ræðu háskólarektors lék Rögnvaldur Sigurjónsson einleik á píanó.
Kl. 19.00 hófst kvöldfagnaður að Hótel Sögu. Sótti hann auk stúdenta
fjöldi virðulegra gesta. Margt var þar fólki til skemmtunar að vanda
og stiginn dans lengi nætur.