Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 146
144
Hátíðahöldin fóru hið bezta fram, og var fjárhagsleg niðurstaða
þeirra miklum mun betri en undanfarin ár.
Utanríkismál.
Samskipti Stúdentaráðs við erlend stúdentasamtök hafa verið meiri
á þessu ári en fyrr. í utanríkisnefnd voru haldnir 10 fundir. For-
maður var Jón E. Ragnarsson, stud. jur., en Jón Oddsson, stud. jur.,
var yfirmaður utanríkismála.
Utanríkisnefnd er ráðgefandi nefnd fyrir stúdentaráð um öll sam-
skipti SHÍ við erlend stúdentasamtök.
Norrœnar formannaráðstefnur.
Ráðstefna formanna stúdentasambanda á Norðurlöndum var haldin
í Reykjavík dagana 17.—20. marz 1965. Ráðstefnur slíkar sem þess-
ar eru haldnar reglulega tvisvar á ári og á víxl á Norðurlöndunum.
Aðilar að þessum formannaráðstefnum eru sambönd margra stúdenta-
ráða, og eitt sambandið, NSU, hefur einnig innan sinna vébanda sam-
tök norskra stúdenta erlendis. Stúdentaráð H.í. er jafnframt skoðað
landssamband ísl. stúdenta. Á þessari ráðstefnu gerði SHÍ tillögu í
dagskrá um, að MFS, Meginfélag Föroyskra Stúdenta, fengi þátttöku,
en DSF kvaðst þá ekki koma til fundarins, svo falla varð frá tillög-
unni.
9 fulltrúar norrænu sambandanna tóku þátt í ráðstefnunni, en 11
íslenzkir. Þá kom til ráðstefnunnar í hennar boði framkvæmdastjóri
COSEC. Er það föst venja, að fulltrúi COSEC komi á slíkar ráðstefn-
ur og gefi skýrslur.
Á ráðstefnunni gáfu fulltrúarnir skýrslu um starf stúdentasam-
bandanna, sameiginleg áhugamál voru rædd og skipzt var á skoð-
unum. Einnig var rætt um samskipti samtakanna við aðrar þjóðir
og alþjóðleg stúdentasamtök.
Fulltrúar SHÍ á norrænni formannaráðstefnu, er haldin var í Kaup-
mannahöfn dagana 13. til 17. desember, voru þeir Jón E. Ragnarsson
og Vésteinn Ólason.
Ellefta alþjóðaþingið.
Ellefta alþjóðaþing stúdenta (ISC) var haldið í Christchurch á
Nýja-Sjálandi dagana 22. júní til 1. júlí 1964. Þingið sóttu 160 full-
trúar 60 stúdentasamtaka, þar af 55 með fulla aðild. Einnig voru
þar áheyrnarfulltrúar nokkurra alþjóðasamtaka. Fulltrúar SHÍ voru
Jón E. Ragnarsson og Jón Oddsson.